Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 42
3.2.6 Heimildir umboðsmanns til að binda skjólstæðing sinn og um heimild
stjórnenda til að binda fyrirtæki, félög eða aðrar lögpersónur
I f-lið er tekið fram að lögin eigi ekki við um álitamál sem upp kunna að
koma um heimildir umboðsmanns til að binda skjólstæðing sinn og um heimild
stjórnenda tii að binda fyrirtæki, félög eða aðrar lögpersónur. í ákvæði þessu
felst að mál sem rísa kunna um heimildir umboðsmanna eða fyrirsvarsmanna að
þessu leyti ber að leysa á grundvelli laga þess lands þar sem til slíks umboðs-
sambands er stofnað, þ.m.t. lagaskilareglna þeirra sem kunna að eiga við.37 Af
undantekningu þessari leiðir að leysa ber úr spurningunni um lagavalið í
réttarsambandi umbjóðanda og þriðja manns á grundvelli íslensks réttar. Á hinn
bóginn tekur undantekningin ekki til réttarsambands umboðsmanns og umbjóð-
anda og réttarsambands þriðja manns og umboðsmanns. Gilda því lög nr.
43/2000 að því marki sem réttarsamband þessara aðila er af samningaréttarleg-
um toga.38
3.2.7 Stofnun fjárvörslusjóða og mál sem varða lögskipti stofnanda,
vörslumanns og rétthafa
Samkvæmt g-lið falla utan gildissviðs laganna álitaefni sem varða stofnun
fjárvörslusjóða (trust) eða mál sem varða lögskipti stofnanda (settlor), vörslu-
manns (trustee) og rétthafa (beneficiaries). Skilgreining á fjárvörslusjóði miðast
fyrst og fremst við enskan rétt þar sem slík stofnun hefur skýrt afmarkaða merk-
ingu. Réttarsamband það sem felst í fjárvörslusjóði kemst á þegar stofnandi
(settlor) felur einum eða fleiri einstaklingum (trustees) að stjóma fjármunum í
þágu eins eða fleiri einstaklinga sem njóta eiga góðs af því (beneficiaries) eða til
hagsbóta lögmætu markmiði, þannig að útborgun verðmætanna falli til þeirra
sem njóta eiga góðs af þeim eða gangi til annarra markmiða sem ákveðin em í
samþykktum fjárvörslusjóðsins.39
I greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 segir að það verði hlutverk
dómstóla að meta það hverju sinni hvort sjóður falli undir hugtakið tjárvörslu-
sjóður samkvæmt lögunum, m.a. með samanburði við enskan rétt.40 Hér skal
bent á að Giuliano og Lagarde taka sérstaklega fram að undantekningin taki til
hugtaksins trust eins og það er skilgreint í þeim rrkjum sem fylgja engilsaxnesk-
um rétti eða common law. Hafi enska orðið trust einmitt verið notað til þess að
afmarka umfang undantekningarinnar. Á hinn bóginn falli svipaðar stofnanir
37 Sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 699.
38 Sjá nánar Mario Giuliano & Paul Lagarde: OJ 1980 C 282, bls. 13. Þeir taka fram að rökin
fyrir undantekningunni séu þau að erfitt sé að beita meginreglunni um samningsfrelsi í þessum
tilvikum.
39 Sjá t.d. Stein Rognlien: Luganokonvensjonen. Osló 1993, bls. 155. Sjá nánar um fjárvörslusjóði
1 alþjóðlegum einkamálarétti Cheshire & North: Private International Law, bls. 1030 o.áfr.
40 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 699.
150