Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 5
Uppstokkun í útgerð á Húsavík: Geiri Péturs hf. kaupir útgerðarfélagið Korra Rcekjnvinnsluskipið Geiri Péturs ÞH er nú í sinni fyrstu veiðiferð eftir að það var keypt frá Fœreyjum og sett vinnslulína um borð. Mynd: Þorgeir Baidursson Útger&arfyrirtækið Geiri Péturs hf. á Húsavík hefur keypt útgerbarfélagib Korra á Húsavík og flutt kvóta rækjubátsins Kristbjargar yfir á rækjufrystiskipib Geira Péturs ÞH. Sigur&ur Olgeirsson, eigandi Geira Péturs hf., segir aö me& þessu aukist rækjukvóti Geira Péturs i>H um rúm 400 þorskígildistonn og þaö, ásamt með aukningu rækjuvei&iheimilda, styrki útgerö skipsins verulega. Sigurður var einn af stofnendum Korra á sínum tíma og átti fyrirtækið á móti föður sínum og bræðrum. Hann keypti öll hlutabréf þeirra í Korra. Síðastliðið haust keypti Geiri Péturs hf. togara frá Færeyjum sem fékk nafnið Geiri Péturs ÞH og var rækju- vinnslulína sett um borð í hann í Slippstöðinni á Akureyri í vetur. Skipið er nú í sinni fyrstu veiðiferð eftir breytingamar og segir Sigurður 01- geirsson að skipið og allur búnaður þess reynist vel. Unnin er rækja um borð fyrir Japansmarkað og einnig suðurækja. Sigurður segir miklu skipta að skipið sé búið bestu tækjum þannig að unnt sé að framleiða sem verð- mætastar afurðir. „Afkoman hefur verið í lagi í þessari grein en það byggir líka á því atriði að geta náð hæstu verðum hverju sinni," segir Sigurður. Vel geymt í Sæplast keri Kerin frá Sæplasti eru þrautreynd framleiðsla, miðuð við þarfir markaðar sem krefst styrks, góðrar endingar og hreinlætis. Hráefnið og afurðin eru örugglega vel geymd í keri frá Sæplasti. Sæplast hf • 620 Dalvík • Sími: 460 5000 • Grænt númer: 800 5080 • Fax: 460 5001 ÆGIR 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.