Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 32

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 32
Um verkefni á sviði markaðsmála í 4 tölublabi hins virta þýska tíma- rits Tiefkuhl-report, sem að öllu jöfnu fjallar um djúpfryst matvæli birtist grein sem bar yfirskriftina „íshafs- rækju- hugtak sem náð hefur athygli". Þar er fjallað lofsamlega um kaldsjáv- arrækju á þýska markaðnum og bent á að ísland sé stærsti framleiðandi þess- arar gæðaafurbar. Þessi umfjöllun kemur í kjölfar markaðsátaks, sem rækjuframleiðendur og -útflytjendur í Noregi, Færeyjum og á íslandi og Grænlandi hafa staðið að í tæplega tvö ár fyrir forgöngu Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Átakið, - þær aðstæður sem til samstarfsins leiddu og sá árangur sem virðist vera að koma í ljós - á án efa eftir að vera ís- lenskum sjávarútvegi hvatning til þess endurmeta þá stöðu sem íslenskar sjávarafurðir hafa á markaði erlendis og hugleiða hvort rétt sé að hressa enn frekar upp á þá ímynd. Ástæður markaðsátaks Verðþróun skelflettrar rækju undan- farinn áratug hefur verið skelfileg. Verð hefur nokkurn veginn lækkað stöðugt frá árinu 1987 að undanskildu árinu 1995. Ástæður þessarar verðþró- unar liggja ekki í augum uppi, en víst er að vaxandi rækjueldi hefur þrengt ab okkar rækju á mörkuðum. Sem bet- ur fer hafa rækjumarkaðir almennt stækkað í heiminum. Rækja er í „tísku" og því hefur okkur tekist að selja rækju þrátt fyrir mjög vaxandi magn eldisrækju. Verbib er hins vegar áhyggjuefni, eins og fyrr er sagt, og auðvitað er það einnig áhyggjuefni að þrátt fyrir vaxandi rækjumarkaði hef- ur sala á okkar skelflettu rækju ekki vaxið á neinum markaði nema Bret- landi. Markaðshlutdeildin hefur því SJÓNARHÓLL Pétur Bjarnason skrifar minnkaö. Það sem vekur enn meiri ugg er sú staðreynd að utan Bretlands gera neytendur engan greinarmun á okkar rækju og öbrum tegundum rækju, t.d. þeim sem upprunnar eru frá suðlægari slóbum - annað hvort úr veiðum eða eldi. Það skelfir síðan enn frekar að nú er orðið ódýrara að ala rækju í Suður og Austur-Asíu og Suð- ur-Ameríku heldur en að veiða hana á okkar slóðum. Framtíðarmyndin er því sú, að ef vib ætlumst til ab neyt- andinn borgi okkur nægilega fyrir af- urðina þarf hann að þekkja hana og Sú staðreynd að okkar vörur séu góðar og heil- nœmar má ekki vera vel varðveitt leyndar- mál, heldur þarfað koma þeim boðskap kröftuglega út á meðal fólks. meta sérkenni hennar með því að borga meira fyrir hana en aðra rækju. Langur undirbúningur Alvarlegar umræður um samstarf þjóð- anna á þessu sviði hófust á árinu 1989. Slíku samstarfi er hins vegar erfitt að koma á vegna þess að hér er fyrst og fremst um keppinauta á mörk- uðum aö ræða. Þótt þeir búi við sam- eiginlegar ógnanir, þurfti að leggja í mikla vinnu til þess að skapa nægilegt traust á milli abila og að skilgreina ná- kvæmlega það svið og þann grundvöll sem samstarfið byggir á. Allt þetta tókst að lokum. í júlí 1995 var hugtak- ið íshafsrækja „Eismeer-Garnelen" fyrst kynnt í blöðum í Þýskalandi. Síð- an hefur þessu átaki verið haldið áfram á ýmsum nótum. Fyrir utan auglýsingar í blöðum hefur verið grip- ið til allskyns aðgerða vegna almanna- tengsla, neytendum hefur verið gefið að smakka rækjuna, búin hafa verið ti! merki og veggspjöld og svo mætti lengi telja. Árangurinn er síðan að okkar mati ab koma í ljós samanber tilvitnun í greinina í Tiefkuhl Report eins og áður er vikið að. Kostnaður í Ijósi umsvifa Það er fróölegt að hugleiða hverju hef- ur veriö kostað til og hvort þessar ab- gerðir hafi borgað sig eða muni gera þaö. Eftir tvö fjárhagsár þessa átaks, - af þremur sem ákveðin vom í upphafi - er búið að nota sem samsvarar u.þ.b. 50 milljónum íslenskra króna. Þetta er innan við 0,5% af útflutningsverð- mæti skelflettrar rækju hér á landi. Veröhækkun sem nemur 0,5% mundi á einu ári sem sagt borga allt, sem hef- ur verið til kostað. í því ljósi hlýtur þessi fjárfesting að vera skynsamleg. 32 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.