Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 41

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 41
Færeyingar vilja að minna fari óunnið úr landi Færeyringar hafa nú gert rábstafanir til að draga úr flæði á óunnum fiski úr landi. Færeyskar fiskvinnslustöðvar höfðu kvartað yfir að vera ekki einu sinni gefinn kostur á ab bjóða í hráefni sem færi til erlendra kaupenda og nýverið brást færeyska lögþingið við málinu með lagasetningu. Samkvæmt þeim ber ab bjóða ákveðið hlutfall farms úr hverju skipi á markaði í Færeyjum og á þessi aögerð að tryggja færeysku vinnslunum betri abgang að hráefninu, eins og þær höfðu óskað eftir. (North Atlantic fishing News) Meira fyrir landaðan afla í Danmörku Á fyrsta fjórðungi ársins 1997 var verðmæti sjávarafla sem Iandað var í Danmörku meira en á sama tímabili í fyrra. Heildarverðmætið var 683 millj- ónir danskra króna og var verðmæta- aukningin 9%, eða 57 milljónir danskra króna. Meðalverð á kíló hækkaði í flestum tilfellum, mismunandi mikið þó. Meðalverð á kíló af þorski hækkaði um 13% á tímabilinu, í 8,62 danskar krónur. Verð á sumum flatfisktegund- um hækkaði verulega á meðan lækkun varð í öðrum. Heildarverðmæti land- aðs þorsks nam á tímabilinu 255 milljónum danskra króna og magnið minnkabi um 6% frá fyrra ári. Verðmæti rækjuaflans minnkaði um 40% en meðalveröið á rækju lækkaði um 20% á tímabilinu, í 12,90 danskar krónur á kíló. (North Atlantic fishing News) ÁBÓKAMARKAÐNUM Togaraútgerð Breta í tvær aldir Robb Robinson: Trawling. The Rise and Fall of the British Trawl Fishery. University of Exeter Press 1996. 280 bls., myndir, kort, töflur. Bretar hafa löngum talist meðal fremstu fiskveiðiþjóba heims og þótt breskur sjávarútvegur nú á dögum geti vart talist nema svipur hjá sjón, miðað við það sem áður var, fer ekki á milli mála að Bretar eiga sér merka fiskveiðisögu. í togveiðum voru þeir forystuþjóð og allt frá síðustu aldamótum og fram undir 1980 var breski togaraflotinn sá stærsti í Vestur-Evrópu. Gilti þá einu hvort miðað var við fjölda skipa eða stærð flotans í tonnum. Útgerðin var hins vegar sérstök að því leyti að hún byggðist ávallt að verulegu leyti á veið- um á fjarlægum miðum. Frá því á miðöldum töldust Bretar til þeirra þjóða, sem kallaðar voru fiski- snaubar og eftir að togveiðar hófust á gufuskipum, skiptu þeir togaraflotan- um yfirleitt í þrjá flokka. Minnstir voru togarar, sem veiddu á heimamiðum, í Norðursjó og írlandshafi og voru margir hinna svonefndu „línuveiðara", sem vel voru þekktir hér á landi á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld, upphaf- lega smíðaðir til þessara veiða. Nokkru stærri voru togarar, sem stunduðu veiðar nyrst í Norðursjó og við Færeyjar, en þau mið kölluðu Bretar gjarnan „Middle-water grounds". Stærstir voru svo úthafstogararnir, sem sóttu á fjar- lægari mið, við ísland, Grænland, Nýfundnaland, Noreg, Bjarnarey og Sval- barða, og austur í Hvítahaf. Bókin, sem hér er til umfjöllunar, er einkar fróblegt yfirlitsrit yfir sögu tog- veiða Breta síðustu tvær aldirnar. Hún hefst á frásögn af fyrstu seglatogurun- um, sem teknir voru í notkun á ofanverðri 18. öld, og lýkur með umfjöllun um þorskastríðin og útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar á 8. áratug þess- arar aldar. Þar kemur skýrt fram, hve mikilvæg íslandsmið voru Bretum, en án veiba hér vib land var borin von að útgerð togaranna gæti borið sig. Höfundur þessarar bókar, Robb Robinson, er sagnfræðingur að mennt og starfar við Hull College. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á breskri fiskveiðisögu og er einn af ritstjórum Fiskveiðisögu Norður-Atlantshafs, sem nú er unnib að. Hann er af togaramönnum kominn, faðir hans og afi stund- uðu báðir veiðar á íslandsmiðum, og sjálfur fór hann eina veiðiferb á mibin hér við land á unga aldri. Hann þekkir því býsna vel til lífs og starfsskilyrba breskra togarasjómanna og sú þekking skilar sér vel í bókinni. Hún er ekki aðeins útgerðarsaga í þröngum skilningi, heldur einnig saga sjómannanna. í bókinni er að finna bráðskemmtilega kafla um líf og starf togaramanna, um athafnir þeirra þegar í höfn var komið, og fróblegir kaflar eru um hlutverk bresku togaranna í heimsstyrjöldunum tveim. í umfjöllun um sögu togveiða á 20. öld er megináherslan þó lögð á veiðarnar við ísland og inngangskafli bókarinnar hefst einmitt á frásögn af ofviðrinu í janúar árið 1955 er bresku togararnir Lorella og Roderigo fórust út af Vestfjörðum og Egill rauði strand- aði í ísafjarðardjúpi ^ ^ ÆGIR 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.