Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 26
Langreyðarstofninn þolir
umtalsverðar veiðar
Hrefnustofninn vanmetinn
I nýrri skýrsiu Hafrannsóknastofn-
unar um nytjastofna sjávar
1996/97 segir að í sömu skýrslu
á síðasta ári hafi stærð hrefnu-
stofnsins verið vanmetin. Nýjar
talninganiðurstöður sýni að reikna
megi aflahámark hrefnustofnsins
umfram 200 dýr sem sett var
fram í skýrslunni í fyrra. Hafrann-
sóknastofnun setur þó ekki fram
nýja tölu um aflamark á hrefnu en
bendir á að rétt sé að bíða niður-
stöðu nýrrar vísindanefndar
NAMMCO áður en aflamarkinu
verði breytt.
Aflamark er reiknað út sem 66%
af upphafsstofni.
Nýlegar mælingar sýna a& á
hafsvæbinu milli íslands og Austur-
Grænlands eru 16000 langreyðar og
um 18900 á hafsvæðinu Austur-
Grænland/ísland/Jan Mayen, þ.e.
norðan 50° N.
Þessar upplýsingar koma fram í
skýrslu Hafrannsóknastofnunar um
ástand nytjastofna sjávar 1997/1998.
Þar segir jafnframt að þegar gert sé ráð
fyrir að stofnsvæði langreyðar, sem
gengur á miðin vestan við landið, nái
til hafsvæðisins milli Austur-Græn-
lands, íslands og Jan Mayen, sýni út-
reikningar gott ástand stofnsins og aö
hann þoli umtalsverðar veiðar. Þrátt
fyrir að nú sé hvalveiðibann setur Haf-
rannsóknastofnun fram tillögu um
veiðar upp á 100 dýr en tekið er fram
aö stofninn þoli að veidd séu a.m.k.
100-200 dýr.
FISKVERKENDUR - UTCERÐAMENN!
Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar býður nú um 30 mismunandi námskeið og fyrirlestra fyrir
starfsfólk sjávarútvegsins.
Hluti námsefnis:
Vinnuöryggi • Hreinlætismál • Hráefnismeðferð • Mannleg samskipti
Verkkennsla • Handflökun • Innra eftirlit • Heilsuvernd • Gæðasyórnun • Rekstraráætlanir
Markaðsmál • Kjaramál
Hafðu sambancl efþú eif ífrœðsluhugleiðingum
Starfsfræöslunefnd fiskvinnslunnar heyrir undir Sjávarútvegs-
ráöuneytiö og er hlutverk hennar aö skipuleggja fræöslustarfsemi
fyrir starfsfólk i fiskiönaði. Nefndin er skipuð fulltrúum frá ráöu-
neytinu, samtökum atvinnurekenda og Verkamannasambandi
Islands.
Starfsfræðslunefnd
fískvinnslunnar
Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, s: 560 9670
26 ÆGIR