Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 30

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 30
hann því ásamt mági sínum, Árna Jónssyni. Eins og áður sagði var ísfirsku þil- skipunum einkum haldið til hákarla- veiða framan af, þótt þau stunduðu ávallt nokkrar handfæraveiðar jafn- framt. Hélst svo allt fram um 1870 en þá leysti steinolían hákarlalýsið að verulegu leyti af hólmi sem ljósmeti í borgum Evrópu. Þá sném skipin sér að handfæraveiðum í æ ríkari mæli og var mestur hluti aflans saltaður og fluttur á markaði í Miðjarðarhafslönd- um. Þessi breyting hafði mikil áhrif á vöxt og viðgang ísafjarðarkaupstaðar. Fáar hendur þurfti til að verka há- karlalýsið og á meðan það var helsta útflutningavaran fjölgaði fólki í kaup- staðnum fremur hægt. Árið 1850 bjuggu þar 76 manns og 219 árið 1866. Um það leyti var saltfiskverkun- in hins vegar að færast í aukana svo um munaði. Hún var mannfrek og nú tók fólki að fjölga ört í kaupstaðnum. Árið 1870 vom íbúar hans 275, 518 árið 1880, 830 árið 1890 og 1067 við árslok árið 1900. Þilskipin efidu hagsæld Vestfjarða Um það bil sem skútuöldinni lauk á ísafirði, árið 1920, vom bæjarbúar alls 1969. Sýnir þetta glöggt, hve mikil áhrif blómlegt atvinnulíf hefur fyrir vöxt og viðgang samfélagsins. Á öörum þéttbýlisstöðum á Vest- fjörðum var þilskipaútgerðin miklu minni í sniðum. Hún var þó ávallt nokkur í Önundarfirði, fyrst á vegum Friðriks Svendsen og síðar á vegum Torfa Halldórssonar og Hjálmars Jóns- sonar. Á Þingeyri hafi Gramsverslun all- nokkra þilskipaútgerð en mest varð hún utan ísafjarðar á Bíldudal á með- an Pétur J. Thorsteinsson rak þar versl- un. Hann gerði út tíu þilskip árið 1890 og skömmu fyrir aldamót átti hann 25-27 skip, sem gengu til veiða frá Bíldudal og Vatneyri. Mun enginn annar íslendingur nokkm sinni hafa gert út jafn mörg skip samtímis. Hér hefur verið stiklað mjög á stóru í sögu þilskipaútgerðar á Vestfjörðum á 19. öld. Ekki leikur á tvennu, að þil- skipaútgerðin efldi mjög hagsæld Vest- firðinga á þessu skeiði og átti drýgstan þátt í því, að atvinnulíf í fjórðungnum var blómlegra en víðast annars staðar á íslandi og lífskjör fólks að líkindum betri. Má ef til vill gleggst merkja það af því, að færri fluttust til Vesturheims af Vestfjörðum, en úr nokkrum öðrum landfjórðungi. En þrátt fyrir öran vöxt þilskipaút- gerðarinnar, óx árabátaútvegur Vest- firðinga samhliða. Stafaði það ekki síst af því, að á þessu blómaskeiði þil- skipaútgerðar á ámnum 1880, vom aflabrögð yfirleitt góð á Vestfjarðamið- um og gott verð fékkst fyrir fiskinn. Vestfirðingar nutu því nálægðarinnar við auðlindina og í upphafi 20. aldar urðu þeir fyrstir til að setja vél í fiski- bát. Þá hófst ný öld í íslenskum sjávar- Ef í nauðimar rekur skiptir rétt trygging miklu máli Samúbvrgðin aimast l'nnntrvggingar. cn jal'nframt (Mulurtryggingar liskiskipa simii IVumtrvggð itii lijá bátaábyrgdarfélögum \ íll um lamlið. - Rétt trvgging getur skipt sköpiun el' í nauöirnar rekur. I5ar er Satnáliyrgð íslaiuls ölltini limilmn kummg. Samábyrgd Islands 30 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.