Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 28
Þilskipaútgerð Vestfirðinga
á síðara hluta 19. aldar
í fyrri grein um þilskipaútgerð í Vest-
firðingafjórbungi á fyrra hluta 19. ald-
ar kom fram, að um 1850 hafði útgerb
þilskipa náð að festast í sessi víða um
fjórðunginn, allt frá Breiðafirði og
norður til ísafjarðardjúps. Nú verður
þráðurinn tekinn upp að nýju og sag-
an rakin áfram allt til loka skútualdar
á Vestfjörðum. Mest áhersla verður
lögð á að skýra frá sögu þilskipaút-
gerðar á ísafirði. Þar var hún langmest,
ísafjörður var „skútubær", fremur en
nokkur annar staður á íslandi, og út-
gerðin á öðrum stöðum vestra var
mun minni í sniðum og stóð skemur
en á ísafirði.
Isafjörður var tvímælalaust mesti
þilskipaútgerðarbær landsins nánast
allan síðari helming 19. aldar og
hvergi mun þilskipaútgerö hafa valdið
jafn miklu um vöxt kaupstabar hér á
landi, né sett jafn mikinn svip á bæj-
arlífið sem þar.
Eins og fram kom í síðustu grein,
dróst útgeröin á Isafirði nokkuð sam-
an eftir andlát Jens J. Benedictsen, en
um 1850 komu nýir menn fram á
sjónarsviðið og þá færðist nýr kraftur í
útgerðina.
Fremstir í hópi þessarar ungu
manna voru þeir Ásgeir Ásgeirsson,
Torfi Halldórsson og Hinrik Sigurðs-
son, en með tilkomu þeirra varð breyt-
ing á atvinnulífinu á ísafirði. Fram til
þessa hafði bærinn öðru fremur verið
aðsetur danskra og hálfdanskra kaup-
manna, sem höfðu verslun að aðalat-
vinnu, en stunduðu útgerð til stubn-
ings og til aö afla útflutningsvöru. Nú
Galías „Ámi fónsson", eitt af fhitningaskipum Ásgeirsverslunar
28 ÆGIR