Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 39

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 39
i 90 ár - Gluggað í gömul blöð Neðansjávartogarar í eltingaleik við fisktorfurnar! Hér veröur haldiö áfram aö glugga í gömul blöö af Ægi í tilefni 90 ára af- mælisárs blaösins. Áriö 1963 birti Ægir þýdda grein eftir Donald McKernan og Donald R. Johnson um fiskveiðar árið 2000 og af því aö nú nálgast senn aldamótin þykir kannski einhverjum fróölegt að rifj- að sé upp hvernig framtíðarhug- myndirnar voru á þessum árum. Sumt á eitthvað skylt viö veruleik- ann í dag en annað vægast sagt víðs fjarri nútíma umhverfi. „Við megum búast við því að árið 2000 verði þekking okkar á erfðafræði, lífeðlisfræði og næringu fiska og skel- dýra orðin svo víðtæk," segja þeir fé- lagar, „að við getum ræktað ostmr, kúfisk og ef til vill rækju með skipu- lögðum aðferðum. Sólarljós og fæðu- magn verður nákvæmlega skammtað og sennilega verða hraðvaxnari og kröftugri dýrin kynbætt svo að afkvæ- mi þeirra fái sem æskilegasta eigin- leika , svo sem fallegan lit, gott bragð og viðnám gegn sjúkdómum." Fiskiskip aldamótaársins Þegar kemur í greininni að fiskiskipum framtíðarinnar er óhætt að segja að höfundar komist á flug. Kannski hafa hugmyndirnar ekki þótt svo fráleitar á þessum ámm en flestum koma þær spánskt fyrir sjónir núna. „Árið 2000 verða bæði beinar og óbeinar aðferðir við að finna fisk orðnar miklu fullkomnari. Hægt verð- ur að velja úr ótal upplýsingum um hvert eigi að fara, hvaða ytri skilyrði séu hagkvæmust og hve miklu fisk- magni megi búast við. Þegar skipið er komið á miðin, er hljóðgeislum beint niður í sjóinn í mismunandi fjarlægð frá skipinu þar sem auðvitað er fiskur af ýmsu tagi og sýna þá sérstök tæki stærð og staðsetningu fiskitorfanna á nokkurra fermílna svæði. Fiskiskip aldamótaársins 2000 verða að miklu leyti sjálfvirk, með aðeins fárra manna áhöfn. Eiginlega er þar aðeins um að ræða smábáta, sem leggja fiskinn upp í móðurskip þar sem vinnsla hans fer fram. Sjómenn- irnir snerta aldrei aflann og öllum að- gerðum er stjórnað úr brúnni þar sem skipstjórinn og fiskikapteinninn segja fyrir verkum. Þá koma til sögunnar neðansjáv- artogarar, sem leita uppi og elta fiski- torfur, geta stundað veiðar hvernig sem viðrar og togað án þess að hlé verði á milli. Notkun á föstum fiskigildrum við strendurnar og jafnvel úti á opnu hafi, færist í vöxt. Flestar þessar gildrur eru þannig útbúnar að þær geta valið fisk- inn úr eftir stærð og gerð." Fiskvinnslur á staurum Og þeir Donald-bræður sáu fyrir sér töluvert byltingakenndar fiskvinnslur árið 2000, nema að næstu þrjú árin verði blaðinu snúið við. „Gerbreytingar hafa þá átt sér staö í meðferð og geymslu sjávarafurða.Fisk- vinnslustöðvar verða reistar úti í sjó, annað hvort sem floteyjar eða tilbúnar eyjar á staurum. Á eyjunum verður fullkomin aðstaða til að taka skip í þurrkví, afferma þau og framkvæma bráðabirgðaviðgerðir á þeim. Þarna geta sjómenn hvílzt og látið sér líða vel og þar verður hægt að vinna úr og geyma afla veiðiskipanna. Það er hugs- anlegt að vinnslustöðvar á hafi úti verði hluti af föstu gildrunum og taki við fiski beint úr smærri bátunum. Með greininni fylgir mynd af slíkri vinnslustöð þar sem loftbólutjald beinir göngufiski að ákveðnum stað þar sem hann er svæfður með raf- magni og síðan fluttur á færibandi upp á þilfarið." Að ráða yfir sjónum í ljósi stöðugrar umræðu um aukið vald mannskepnunnar yfir hafinu og auðlindum þess er ekki úr vegi að grípa upp orð bandarísku spámann- anna hér í lok upprifjunar á þessu 34 ára gamla efnis úr Ægi „Það lyftir ímyndunaraflinu á flug þegar okkur verður hugsað til þess að við getum gert sjóinn okkur undirgef- inn. Kannski er það líka óskhyggja. En það geta ekki liðið margar aldir þar til maðurinn verður að uppskera allt sem sjórinn er látinn framleiða - að öðrum kosti neyðist hann til að taka sér ból- festu á öðrum hnetti A IIII SPÓLUR0FAR JOHAN RÖNNING HF slmi: 568 4000 - http://www.ronning.is ÆGIR 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.