Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 34

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 34
Vangaveltur um heilsu og öryggi togarasjómanna Hér á eftir fara nokkrar hugleiðingar um starf togarasjómanna og hvort eða hvernig það getur haft áhrif á heilsu og öryggi þeirra um borð. Væntanleg- ar verður hér meira um spurningar en svör! Hið fyrsta sem við stöndum frammi fyrir er að tíðni slit- og álagseinkenna meðal sjómanna er ekki kunn þar sem hún hefur ekki verið skipulega könn- uö. Á hinn bóginn er mikið rætt um háa tíðni þeirra meðal sjómanna sjálfra. Auk þess skiptir kostnaður vegna þessa verulegum upphæðum og hlýtur at) flokkast undir forgang í hag- ræöingar- og gæðastjórnunarmálum. Kostnaðarþátturinn Ástæður þess að ég fór fyrst í túr með togara árið 1989 voru þær að kostnaður vegna fjarvista, mest vegna bakskaða, nam yfir 8 milljónum króna á ári á þeim tíma á þessu eina skipi. Pétur Árnason, starfsmannastjóri Granda, segir að sjómenn fái staðgeng- ilslaun í tvo mánuði og tryggingu greidda í þrjá mánuði. Hann nefndi einnig dæmi um að slysa- og veikinda- kostnaður fyrir einn frystitogara hafi verið á síðasta ári fjórar milljónir króna og fyrir annan sex milljónir. Einnig var kostnaður á eins mánað- ar tímabili, vegna brjóskloss eins manns kr. 673.688. Annar þekktur skaði kostaði kr. 452.000. Hér er að- eins getib um kostnað útgerðarinnar í peningum. Við það bætast að sjálf- sögðu öll þau óþægindi, vanlíðan, kostnaður og fleira sem sjálfir þolend- ur skaöanna verða að taka á sig. Mín niðurstaða af þessu er sú að veruleg ástæða er til að kanna tíðni, eðli og orsakir þessara skaða, en ekki bara slysa, því hér er tenging á milli. Sýni slík könnun í raun og veru fram á að tíðni þessara meina sé eins há og um er rætt ætti að vera auðveldara að vinna ab forvörnum. Líkamsástand sjómanna Þaimig vora nðurstöður úr mcelingu á líkamsástandi sjómanna hjá forvamar- og endurhœfingarstöðinni Mœtti í Reykjavtk. Hœsta hlutfallið var í óviðunandi ástandi, ncesti hópur sýndi ákveðin viðvömnarmerki og 15% töidust í ásœttanlegu ásigkomulagi. Magnús H. Ólafsson skrifar í samtali vib Kristján Ragnarsson nýverið sagði hann á döfinni að fara í úttektarvinnu ásamt Slysavarnafélagi íslands. Þar yrðu könnuð slys, aðdrag- andi og orsök slysa þannig að auð- veldara væri ab vinna að forvörnum. Þetta eru afar gleðileg tíðindi og reyndar löngu tímabær. Lausn með forvörnum Fornvörn byggir einkum á tveimur at- riðum. í fyrsta lagi, sem jafnframt er abalatriði, að umhverfi og aðbúnaöur hæfi starfsmönnum. Best er að ganga tryggilega frá þessu á hönnunarstigi. Að öðrum kosti verbi leitað að áhættu- þáttum um borð og þeir lagfærðir sem fyrst. Þannig verði vinnuaöstaðan lög- ub að starfsmönnunum. í öðru lagi skiptir líka máli hvernig líkamlegt og andlegt ástand sjómann- anna sjálfra er þegar haldið er frá landi, ekki síst ef túrarnir eru langir. Þar bera sjómenn sjálfir nokkra ábyrg- tð, ef aðstæöur þeirra leyfa. Uggvænlegt líkamsástand Ástæða er til að ræða líkamlegt ástand eða „form" sjómannanna. Leiða má líkum ab því að sá líkamlegi eiginleiki sem sjómanninum er dýrmætastur sé gott ástand hjarta og æðakerfis, eba ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.