Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 35
Sjómenn viö vinnslu um borö í frystiskipi. Magnús segir miklu
skipta Itvemig vinnuaðstaöan sé útbúin og margir þcettir spili
inn í andlega, jafht sem líkamlega líðan sjómannanna.
Mynd: Þorgeir Baldursson
með öðrum orðum gott þol. Síðan þarf
ástand vöðvakerfis að vera í viðunandi
ástandi þar sem mörg störfin um borð
eru líkamlega erfið. Þar er átt við styrk
í bol, herðum, hálsi, handleggjum og
fótum, ásmt því að vera laus við
vöðva- og liðaverki.
Engin heildarsýn er til yfir ástand
sjómanna en í forvarnar- og endurhæf-
ingarstöðinni Mætti í Reykjavík hefur
þol nokkurra togaraáhafna verið kann-
að a.m.k. tvisvar sinnum. Niðurstöð-
urnar voru ekki uppörvandi.
Niðurstöður fyrstu mælinga sýndu
að 43% voru í óviðunandi ástandi,
41% sýndu ákveðin viðvörunarmerki
og 15% mældust í viðunandi ástandi,
án þess þó að gefið sé í skyn að þolið
sé gott. Þetta er vegna þess að mæling-
arnar eiga ekki við keppnisfólk í íþrótt-
um heldur hinn vinnandi mann og
því eru ekki gerðar sömu kröfur.
Til þess að hægt sé að vinna skyn-
samlega og skipulega að þessum þætti
er æskilegt að kortleggja heildarástand-
ib með því að fylgjast reglulega með
þoli sjómanna og reyna að koma í veg
fyrir ab ástandið sé varhugavert.
Hvernig er þá hægt að halda þessari
líkamlegu getu í góðu lagi? Ekki er til
nema ein leið til að halda þoli í lagi og
það er skynsamleg líkamsrækt þar sem
ekki verður lögð nægjanleg áhersla á
orðið skynsamleg. Tilraunir til þessa
eru þegar gerðar um borð í nokkrum
togurum, m.a. með því ab koma fyrir
æfingatækjum um borð. Það sem á
vantar er kennsla í notkun þessara
tækja. Þab hvernig stundum er staðið
að þessu minnir mig á söguna um
manninn sem keypti sér sundskýlu og
hélt þar með að hann kynni aö synda!
Önnur líkamleg geta sjómanna en
þolið hefur, mér vitanlega, ekki verið
metin. Með reglulegri ástundun lík-
amsæfinga má þó tryggja ab styrkur sé
fullnægjandi þannig að minni hætta sé
á að ofþreyta geti valdib óhöppum,
slysum eða öðru því sem leitt getur til
sjúkdóma og slysa.
Mikib hefur verið rætt um andlegt
ástand sjómanna í löngum útiverum.
Ég tel þab ráðast af því hvort sjómenn
hafa einhver andleg viðfangsefni að
kljást við eða ekki.
Séu verkefnin ekki
fyrir hendi en aðeins
treyst á videó og
marglesin blöð getur
varla verið von á
góðu andlegu
ástandi. Ég hef m.a.
bent á eftirfarandi
leiðir til að taka á
þessum vanda: skák-
keppni milli skipa,
ljósmynda-, mynd-
banda- eba teikni-
samkeppni, sam-
keppni um bestu
hvalamyndina, ís-
myndina, sólarlags-
myndina, smásagna-
samkeppni o.s.frv.
Loks má benda á að
nú er unnt að leggja
stund á fjarnám og
veitir ekki af þar sem
sjómenn neyðast oft
til að hætta tiltölulega ungir til sjós.
Vinnuaðstæður og aðbúnaður
Hvab snertir aðalatriðið, þ.e. vinnuað-
stæðumar og aðbúnab er af mörgu að
taka. Ég hef skoöað aðstæður og
vinnubrögö um borð í nokkrum togur-
um, bæði ísfisktogurum og frystitogur-
um þegar vinnsla hefur verið í fullum
gangi. Það sem vekur einkum undmn
er hönnun vinnuaðstöðu, sem víða
hefur verið fyrir neðan allar hellur. Það
skal tekið fram að ég er lítt kunnugur
aðstæðum um borð í nýjustu skipun-
um.
Hafa ber í huga að vinnuaðstæður
ráða í flestum tilfellum vinnubrögbum
starfsmanna. Þannig getur verið til-
gangslítið að fræða starfsmenn um
góða líkamsbeitingu þegar aðstæður á
vinnustað bjóða ekki upp á að unnt sé
að beita þeim aðferbum sem em
kenndar. Þar af leiöir að aðalatriðið er
að laga vinnuabstöðuna að starfs-
mönnunum svo þeir neyðist ekki til að
reyna ab laga sig að misgóðum aðstæð-
um, oft með slæmum afleiðingum.
Þrátt fyrir þetta er afar mikilvægt að
skynsamleg vinnubrögð séu kennd
byrjendum strax við upphafi starfa og
þar á ég vib strax, en ekki síðar.
Andleg líðan
Okkur ber jafnframt að hafa í huga að
depurð fylgir oft líkamlegri vanlíðan.
Þetta ástand hefur gjarnan áhrif á þá
sem eru í næsta nágrenni þolanda.
Þetta virkar að sjálfsögbu neikvætt á
andrúmsloft, - móralinn um borð.
Einnig er augljóst að vanlíðan og
þreyta stóreykur hættu á óhöppum og
slysum. Skipulag vinnu og mikið álag
miðað við getu, svefnleysi og fleira
eykur líka hættu. Ófullnægjandi svefn
getur haft áhrif á viðbragðsflýti
manna, sem skiptir auðvitab miklu
máli að sé í góðu lagi.
Miðað við þab sem hér hefur verið
drepið á má heita furðulegt að reglu-
legt eftirlit hafi ekki verið haft með
fyrrnefndum atriðum og að ekki sé
lögð margfalt meiri áhersla á vinnu-
verndar- og öryggismál um borð í flot-
anum en verið hefur.
Höfundur er sjúkraþjálfari og ráb-
gjafi um forvarnir á vinnustööum.
ÆGIR 35