Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 33

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 33
Almenn markaðssetning Það er rétt að undirstrika að það mark- aðsátak, sem hér hefur verið gert að umfangsefni er almenn markaðssetn- ing (generic marketing). í því felst að afurðin er kynnt án þess að vakin sé athygli á einstökum útflytjendum eða einstökum útflutningsmerkjum. Eftir sem áður þurfa útflytjendur að koma sér og sínum vörum á framfæri, en það verk er léttara í kjölfar slíkrar al- mennrar markaðsetningar en ábur. Þessi staðreynd felur einnig í sér að þátttaka þarf að vera almenn því þeir, sem skerast úr leik og taka ekki þátt í kostnaðinum, njóta þess starfs sem unniö er á sama hátt og hinir. Það reynir því á samstöðu og þroska. Fjárfesting í markaði mikilvæg Eins og fram kemur hér að framan er það mitt álit að árangur af þessu starfi, sem Félag rækju- og hörpudiskfram- leibenda hefur unnið að um árabil, sé farinn að koma í ljós. Er hægt að draga fram mjög margt því til stuðn- Geschmack voll. Forsíða bœklings sem notaður er í kynn- ingarstarfinu í Þýsskalandi. ings. Kostnaðurinn er í raun afar lítill miðað vib þann ávinning sem vænta má. Þab er því eðlilegt að hugleiða, hvort aðrar greinar íslensks sjávarút- vegs ættu að fylgja þessu fordæmi. Ég held að íslendingar almennt og einnig margir sem innan sjávarútvegsins starfa geri sér hærri hugmyndir um orðspor íslenskra sjávarafurða á mörk- uðum en efni standa til. Það er von- andi engin ástæða til að efast um að við framleiöum heilnæmar gæðaafurb- ir og við ættum að fá gott verð fyrir þær. Sú staðreynd að okkar vörur séu góðar og heilnæmar má ekki vera vel varðveitt leyndarmál, heldur þarf að koma þeim boðskap kröftuglega út á mebal fólks. Og skilningur fyrir því, að til þess þurfi að kosta einhverju, þarf að vaxa og allir aðilar í íslenskum sjáv- arútvegi þurfa að koma að því verki sem vinna þarf. Þrátt fyrir margvísleg gagnleg verkefni, sem sjávarútvegur- inn stendur fyrir, er aukin fjárfesting í markaðsstarfi sennilega það mikilvæg- asta og fjárfrekasta. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda. HT 30 Tankapælirinn er rafeinda- mælitæki sem mælír vökvamagn í tönkum óháð lögun eöa staðsetningu, getur mælt hvort sem er í lítrum eða gefiö vökvahæð Helstu kostir kerfisins eru: Sveigjanleiki í uppsetningu Öryggi gagnvart mengunarslysum /t\ Möguleikar á tölvutengingu íslenskt hugvit og framleiðsla Þjónusta og stuðningur OLÍU OG VATNSTANKAR ALLT AÐ 30 NEMAR/TANKAR KÆLITANKAR, OLÍA OG VATN Haftækni ... ykkar lausn. Hvannavöllum 1 4b • Akureyri Sími 462 7222 • Fax 462 7690 • e-mail haf@est.is ÆGIR 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.