Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 13
„Vœri frekja afokkur að hefja hvalveiðar" „Mér finnst engin spuming að Norðmenn em að reyna að etja okkur íslendinga á foraðið í hvalveiðiumrœðunni og hugsanlegum veiðum. Þeir vita sem er að íslendingar munu eiga erfitt með að verja sig gegn náttúruverndarsamtökum. Norðmenn em ein af ríkustu þjóðum heims og geta miklu betur staðið af sér baráttuna en íslendingar. Að mínu mati em Norðmenn tvímœlalaust að leggja gildru fyrir okkur íslendinga og við eigum ekki að falla í hana," segir Einar. - Þú ert þá vœntanlega ekki þeirrar skoðunar að íslendingar eigi að leggja út í hvalveiðar? „Ég held að það sé óraunhœf frekja afokkar hálfu, sem búum yfir auðlindum í fiskimiðum, fallvötnum og dýrmœtri auðlind sem er náttúra landsins, að halda að við getum stjómað hválveiðum óháð skoðunum annarra. Það er þröngsýni og ekki horft á heildarlífríkið í hafmu né þess markmiðs að lifa í sátt við sjóinn. Ég veit að menn sem hafa talað í þessa átt em taldir hálfgerðir fóðurlandssvikarar en menn vita sem þekkja mig að ég er mikill fóðurlandssinni og þetta er mín sannfœring. Við getum ekki ráðskast með allar lífverur í sjónum í kringum okkur án þess að hlusta á aðra sem kunna að hafa aðra skoðun. Við eigum þess í stað að stórefla kynningu á þeim veiðum sem við emm að stunda, segja þjóðum heims frá því hvemig við stöndum að sjálfbœmm fiskveiðum. Það geta ekki nema örfáar þjóðir bent á jafn góða fiskveiðistjómun og við. Og við eigum hiklaust að bjóða sem víðast fram okkar aðstoð við stjómun fiskveiða þannig að eftir okkur verði tekið sem leiðandi þjóð." meiri afla er landað á Suðurnesjum og það skiptir máli. Það má líka færa rök fyrir því að tilfærslur hafi í raun verið miklu meiri milli byggðarlaga fyrir daga kvótakerfisins. Þá voru engir landflutningar með fisk. Bátur sem seldur var úr byggðarlagi þýddi strax minni afla til vinnslu og minni atvinnu fyrir fólkið." Annað atriði sem ég vil nefna í þessu sambandi er þaö umhverfi sem sjávarútvegssfyrirtækin starfa í í dag, samanborið við það umhverfi sem var á árum áöur. Sértækar aðgerðir heyra sögunni til og menn komast ekki upp með að reka fyrirtæki lengi í vonlausri stöðu. Kerfið er svo tært og gegnsætt að það er auðvelt að sjá í gegn hvað gengur og hvað ekki. Að mínu mati er þess vegna ekki hægt að segja að kvótakerfið sem slíkt sé orsakavaldur í byggðaþróun heldur er miklu nær að segja að það skapi byggðarlögum fleiri tækifæri. Menn mega ekki halda að það sem núna er að gerast hafi aldrei gerst áður í íslandssögunni. Það er alrangt - sagan sýnir að íslenskur sjáv- arútvegur endurtekur sig og það má margt læra af fortíðinni," segir Einar Svansson. ÆGIR 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.