Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 40

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 40
Bjartara yfir Hofsósi saltfiskvinnsla hafin á ný hjá Höfða ehf. Eftir þungan vetur í atvinnulegu til- liti á Hofsósi hefur birt yfir á ný en í byrjun maí hófst saltfiskvinnsla á ný á staönum eftir aft hafa legiö niðri frá því í haust. í október sagði Fiskiöjan Skagfirðingur 'upp öllu starfsfólki í saltfiskvinnslunni á staðnum og var söltun síðan hætt. Að hlutafélagi um rekstur saltfisk- vinnslunnar, Höfða ehf., standa Hofs- hreppur, ís-salt í Vogum og Fiskiöjan Skagfirðingur. „Það er óhætt að segja að þetta lyfti brúninni á fólkinu hér til hins betra, „ segir Árni Egilsson, sveitarstjóri á Hofsósi, í samtali við Ægi. „Vonandi skilar þetta góðum tekjum þegar fram líða stundir en fyrirtækið er að byggj- ast upp hægt og rólega. Fiskiðjan Skag- firðingur sagði upp öllu fólki í október síðastliðnum og hér voru komnir um 40 manns á atvinnuleysisskrá í mars. Þetta erfiða ástand kom því við flestar fjölskyldur á staðnum og í sveitinni. Menn fóru því vandlega yfir hvemig hægt væri að leysa þetta vandamál með áframhaldandi fiskvinnslu á staðnum og niðurstaðan var sú að mynda hlutafélag um rekstur fiskverk- unar," segir Árni. Um er að ræða söltun og þurrkun á fiski, ásamt með pökkun en fyrst og fremst er verkað fyrir markað í Suður- Ameríku. „Sölumarkaðurinn er traustur fyrir afurðirnar og til þess horfðum við mjög þegar við vorum að leggja gmnn að fyrirtækinu. Ástæðan fyrir því að við horfðum til atvinnutækifæra við fiskvinnslu var einfaldlega sú að hún er sú atvinnugrein sem skapar hraðast atvinnu og því til viðbótar er ósköp einfalt að fiskvinnslan gefur betri laun," sagði Árni. Hráefni til vinnslunnar verður feng- ið af fiskmörkuðum og af togurum Fiskiðjunnar Skagfirðings. Árni segist vonast til að hjá Höfða ehf. verði um 20 stöðugildi sem nálgast þann fjölda sem áður var hjá Fiskiðjunni Skagfirð- ingi. 40 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.