Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 46

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 46
TÆICIMI OG ÞJÓNUSTA Mikilvægast að þrífa rétt segir Friðrik Ingi Friðriksson hjá BESTA ehf. í Kópavogi „Viö sérhæfum okkur í öllu sem tengist hreinlæti og þab svib spann- ar allt frá framleibslu uppþvotta- bursta upp í sölu stórvirkra götu- sópa og snjóruðningstækja," segir Friörik Ingi I riöriksson, einn þriggja eigenda fjölskyldufyrirtækisins BESTA í Kópavogi, en fyrirtækiö þjónustar fjöldamörg fyrirtæki í sjávarútvegi, ekki síður en öðrum greinum atvinnulífsins. Fribrik seg- ist merkja breytingu hjá fyrirtækj- unum í þá átt að þau hafi vaxandi áhuga á hreinlætismálunum og ab þeim þætti í rekstrinum sé sinnt af kostgæfni. Þessi breyting fylgi vísast vaxandi kröfum, ekki abeins í reglu- gerðum heldur og einnig frá kaup- endum framleiðslunnar sem óski eftir upplýsingum um hvernig sé staðið að hreinlætismálum til ab tryggja sem besta vöru. „Við framleiðum að hluta okkar vöru og til ab mynda vinnum við tals- vert með framleiðendum fiskvinnslu- véla og leggjum þeim til bursta en í mörgum vélum er farið að nota sér- smíðaða bursta í staðinn fyrir hnífa," segir Friðrik Ingi. Hvað varöar hreinsiefni og búnað til hreingerninga segir Friðrik aö margt hafi breyst á ekki lengri tíma en tveimur til þremur árum. „Já, við verðum áþreifanlega varir við vaxandi kröfur. Núna selst meira af hreinsiefnum og burstum sem sér- staklega eru hannaðir fyrir fiskiðnað- inn og annan matvælaibnað. Það er til dæmis ekki langt síðan að í þessari framleiðslu voru notabir burstar sem voru með trébaki en í dag er búið að útrýma öllu tré úr þessum áhöldum. Svona em um fleiri atriði sem varðar vömr sem notaðar eru í matvælaiðn- aði og þær em dýrari, en menn em farnir að sjá að kröfurnar kalla á bestu áhöldin," segir Friðrik og bætir við að fyrirtæki leiti í vaxandi mæli eftir ráð- gjöf um hvernig best verði staðib að hreinlætismálunum. „Það skiptir miklu máli hvernig efni eru notuö og þess vegna bjóbum við fyrirtækjum að gera þrifnaðaráætlanir þar sem vib skilgreinum hvaða efni á að nota, hvar, hvenær og hvernig. Það er alveg klárt ab í flestum tilfellum em menn að auka sápunotkun en hrein- gerningin verður miklu markvissari og gagnvart fyrirtækjum í matvælaiðnaði þá skilar þetta meira öryggi gagnvart framleiðslunni. Og þetta á ekki bara við um matvælaframleiðslufyrirtækin því t.d. þurfa sjoppur sem selja pylsur ab hafa svona hreingerningaráætlun upp á vegg." Sé horft á fiskiðnaðinn segir Friðrik Ingi að margt hafi breyst á undan- gengnum árum. „Sterkir erlendir kaupendur krefjast þess að fá upplýs- ingar um hreinlætismál, jafnt sem önnur atriði sem varða framleiðslu á þeirri vöm sem þeir eru að kaupa. Og þá þýðir ekkert fyrir okkur íslendinga að svara loðið. Menn verða að hafa þessi mál á hreinu enda geta menn meb slæmu hreinlæti eyðilagt góða vöru. Mér finnst að í dag óttist menn ekki þrifin sem kostnaðarsaman þátt í rekstrinum heldur líti á hann sem sjálfsagðan hlut og að þessi þáttur þurfi að vera eins vel framkvæmdur og annað." BESTA ehf. er dæmigert fjölskyldu- fyrirtæki og aðaleigendur í dag eru Friðrik Ingi, bróðir hans Böðvar og faðir þeirra, Friðrik Hróbjartsson. BESTA verður senn 10 ára gamalt fyrirtæki en fyrirtækið var stofnað upp úr Burstagerðinni sem er í eigu sömu fjölskyldu og var stofnað árið 1930. í dag starfa 16 manns hjá fyrirtækinu og rekur það einnig útibú með tveimur starfsmönnum í Njarðvík. Fríörik Ingi Friöriksson innan unt vörumar í verslun BESTA í Köpavogi. Hann segir aö kröfumar, ekki síst í matvælaiðnaðinum, kalli á bestu fáanlegu áhöldin og efnin. 46 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.