Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 20
Áhrif verkfallsins á Vestfjörðum gætu átt eftir að
koma víða fram:
Sjö vikna slagur
um fiskvinnslu-
fyrirtækin
Þeir svartsýnustu spáðu því að verkfallið á Vestfjörðum
stœði í tvœr vikur en annað kom á daginn. Eitt lengsta
verkfall á íslandi á síðari árum varð staðreynd og í sjö
vikur stóðu vinnslusalir margra fyrirtœkja nœsta hljóðir
og mannlausir á meðan tekist var á um kröfurnar en æ
harðari deila leystist ekki fyrr en með miðlunartillögu
sáttasemjara. Forvígismenn fyrirtækja segja verkfallsins
gæta í rekstrinum á næstu misserum og áhrifin muni
birtast í ýmsum myndum. Tekjurnar skiluðu sér ekki,
sölusamningar töpuðust og aðrir voru í mikilli hættu.
Mörgum viðmælendum Ægis er ofarlega í huga hinn
mannlegi þáttur, spurningin um hvort verkfallið hafi
orðið til að hrekja fólk í burtu frá Vestfjörðum og hvort
harkan í baráttunni hafi búið til þau sár í samskiptum
manna að ekki grói um heilt á nœstunni. Þetta atriði
kann að vera misjafnt eftir stöðum en flestir viðmœl-
endur í hópi vinnuveitenda telja Vestfuði hafa sett niður
með átökunum. Stjórnarmaður í Alþýðusambandi Vest-
fjarða telur á hinn bóginn að verkfallið hafi sýnt þjóðinni
að á Vestfjörðum búi duglegt fólk sem vilji berjast fyrir
hærri launum í grunnatvinnuveginum og íþann báráttu-
hóp muni bætistfeiri á landinu með tímanum efekki
verði veruleg bót á launum í fiskvinnslunni.
Átök um
fiskvinnslufyrirtækin
Sú meginkrafa sem tekist var á um í
verkfallinu á Vestfjörðum var krafan
um 100 þúsund króna lágmarkslaun
en henni höfnuðu atvinnurekendur al-
farið á þeim forsendum að vestfirsk
fyrirtæki geti ekki borgað hærri laun
en gerist annars staðar á landinu. Ingi-
mar Halldórsson, framkvæmdastjóri
Frosta í Súðavík, segir að þarna hafi
verið komið að grundvallaratriði sem
skipti miklu um stöðu vestfirsku fisk-
vinnslufyrirtækjanna gagnvart öðrum í
landinu.
„Verkfallið beindist ekki að öðrum
en fiskvinnslufyrirtækjunum og ég
held að verkalýðshreyfingin hafi mis-
reiknað sig í þessu tilfelli. Það má deila
um hvað er sanngjarnt kaup og hvort
100 þúsund séu ósanngjarnari laun en
annað. En fyrirtæki hér eru í sömu
greinum og önnur út um landið, kepp-
ast um hráefni á sömu mörkuðum,
keppa um sömu sölumarkaði og þá
getur ekkert réttlætt að við hér vestra
getum rekið fyrirtækin með meiri til-
kostnaði en annars staðar á landinu.
Þar með værum við vanhæfari í sam-
keppninni og stæðum sjálfir fyrir því
að snarskekkja myndina, okkur í
óhag," sagði Ingimar og benti um leið
á að hið langa verkfall hafi gert að
20 ÆGIR