Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 18
Feðgmin Trausti Jóhannsson og Sólrún Traustadóttir hrista þarann úr grásleppu- netunum. Það getur verið freistandi að ieggja netin þð þarinn sé orðinn mikill en jafnframt varasamt ef hvessir og kvika verður mikil. Þá nœr þarinn í netin og ríf- ur þau. En framundan er sumar eftir um- hleypingasaman vetur og segir Trausti að sjómenn eigi inni að fá góða tíð á sjónum ncestu mánuðina. Mymt-.jóH Búið að vera mjög erfitt tíðarfar í vor á spjalli við Trausta Jóhannsson, grásleppusjómann Hann var ekki beint hristur úr grásleppunetunum aflinn þegar Ægi bar ab garbi á bryggjunni á Hofsósi fyrir skömmu en þá voru febginin Trausti Ólafsson og Sólrún Trausta- dóttir að hreinsa þara úr netunum eftir síbustu lagningu á vertíöinni. Seinlegt verk og fyrir leikmanninn ekki þess legt aft netin teldust brúk- leg aftur en Trausti sagbist þessar skemmdir smávægilegar. Þau febgin voru ab undirbúa heimferb til Akureyrar meb bátinn enda býr Trausti á Akureyri en hafbi farib vestur á grásleppuvertíbina í vor. „Svona fara netin þegar þarinn er mikill og kvika. Þarinn nær í netin og rífur þau," segir Trausti um leib og hann hristir þarablöðkurnar úr. „Sum netin eru alveg ónýt en þessi eru í lagi," bætir hann við Önnur grásleppuvertíðin „Ég er búinn að fá 23 tunnur og aflinn verður ekki meiri á þessari vertíö. Ég kom hingab 17. apríl frá Akureyri en ég byrjaöi fyrst þar en þetta var svo lé- legt ab við ákváðum tveir bátar ab fara hingað vestur," segir Trausti en þetta var önnur vertíöin sem hann rær á grásleppu. Bátur Trausta er 8 tonn að stærð en á vertíðinni voru þeir tveir á bátnum. „Þetta er búinn að vera erfiður vet- ur og vor. Það komu til dæmis þrjár vikur í röb í maí sem alltaf var bræla 3-4 daga. Þá er auðvitað ekki vib góðu að búast," sagði Trausti og segir að- spurður að ekki sé á vísan að róa með afkomu á grásleppunni. Ef tveir menn eru á segir hann afkomuna í lagi ef afl- inn sé um 30 tunnur af hrognum. Trausti segir að betur hafi gengiö á grásleppunni á vesturhluta Norður- lands en í fyrra en á Norðausturlandi hafi vertíðin verið mjög svipub og í fyrra. Aftur á færi Eftir grásleppuvertíðina taka hand- færaveiðarnar við. Trausti segist alltaf fara burtu á sumrin enda engan fisk að hafa í Eyjafirði. Oftast nær fer hann austur á Langanes en í fyrra fór hann á Patreksfjörð og segir það hafa verið mikla upplifin. Fiskiríið gott og mikið líf og fjör við sjávarsíðuna. „Þetta var mesta fiskirí sem ég hef komist í. Annars er það ekki svo mikið sem maður má veiða af þorski á þessu. Ég er ab vísu vel settur með minn bát, er kominn aftur í 48 tonn í kvótanum en þegar mesta skerðingin var þá var kvótinn kominn niður í 28 tonn. Annars fór ég í þennan veiðiskap á grásleppunni af því að það var búið að 1 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.