Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 23
heildarsamningum? Voruð þið ekki
einfaldlega á eftir?
„Nei, við vorum samstíga því fólki
sem ætlaði í upphafi að fara þá leið
sem við fórum. Síðan voru menn allt í
einu famir að tala sig niður á mark-
mið sem væri 70 þúsund. Nokkrum
mánuðum áður var talað um vemlega
kauphækkun en ég kalla það ekki
verulega kauphækkun að fara í 70 þús-
und. Það verður mjög fróðlegt að sjá
framhaldið en ég held að allir séu
sammála um að við verðum að hækka
almennu gmnnlaunin. Það gengur
ekki að halda þessum launamun í
þjóðfélaginu," sagði Karitas.
Karitas vekur athygli á að skýringin
á að menn tali mikið um hörkuna í
verkfallinu sé sú að fólk sé orðið óvant
kjarabaráttu með verkföllum og því sé
ekki að neita að margir þeir sem staðið
hafi í þessum átökum hafi margt lært
á meðan á þeim stóð. Enda „ekki með
meistarapróf í verkföllum," eins og
hún orðar það.
„Verkfallið kostar
verulega fjármuni"
Strax í kjölfar verkfallsins hætti Bása-
fell bolfiskvinnslu sinni á ísafirði en
Arnar Kristinsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segir þessa ákvörðun
hafa verið algerlega óháða verkfallinu.
Eftir að Kambur á Flateyri hafi komið
inn í fyrirtækið hafi verið ljóst að
veruleg hagræðing væri í því fólgin að
vinna bolfisk þar og segist Arnar
merkja að fólk skilji þessa ákvörðun.
Arnar segir fullljóst að verkfallið
hafi kostað verulega fjármuni. „Við
ætlum okkur að vinna fyrirtækið hratt
og vel út úr afleiöingum af vinnu-
stöðvuninni. En ótvírætt kostar þetta
fyrirhöfn og peninga og til að mynda
vorum við nýbúnir að taka í notkun
mjög fullkomna pökkunarverksmiðju
á rækju og til að fá samþykki kaup-
enda þurfti að skipuleggja heimsóknir
þeirra hingað og þeir komu allir með-
an á verkfallinu stóð. Þeir koma ekki
næstu mánuði og á meðan samþykkja
þeir ekki pökkunarstöðina. Þetta getur
kostað okkur að nýting á pökkunar-
stöðinni dregst um einhverja mánuði.
Arnar Kristinsson, framkvœmdastjóri
Básafells.
Það var allt stopp hér þannig að við-
skiptin fóru bara í önnur byggðarlög.
Við þessu er ekkert að gera annað en
vinna með tímanum til að ná jafn-
vægi aftur," sagði Arnar.
Hundruða milljóna
samningur í hættu
Þeirri spurningu hvort áhrifin af verk-
fallinu séu neikvæðari fyrir Vestfirð-
ingafjórðung sem slíkan eða einstök
fyrirtæki svarar Arnar að gagnvart
kaupendum erlendis þá hafi svæðið
fengið á sig ákveðinn stimpil fyrir að
vera eina svæði landsins sem var í
verkfalli.
„Við emm til að mynda með stóran
niðursuðusamning í Þýskalandi og
lentum í vandræðum með að koma
vörunni frá okkur þrátt fyrir að hún
væri hér til staðar. Ég held að okkur
hafi tekist að sleppa með skrekkinn
þarna því verkfallinu lauk á þeim
tímapunkti þegar í óefni var komið. Ef
það hefði ekki gerst þá hefðum við
misst þann samning og þar með 400
milljóna ársviðskipti."
Arnar er ekki i vafa um að Vestfirði
hafi sett niður í þjóðfélagsumræðunni
með þessum átökum. „Við eigum eftir
að vinna okkur upp úr því og tíminn
læknar öll sár. En þetta verkfall sýndi
ýmsar hliðar og til að mynda þá að
rækjuverksmiðjurnar sem hér stöðv-
uðust voru þær verksmiðjur sem
greiða hæstu launin fyrir þessi störf í
landinu. Fólkið var með 100 þúsund
króna laun fyrir 8 tímana. Og Vestfirð-
ingar eru með hæstu meðallaun í
landinu þannig að það er margt skrýt-
ið í þessu verkfalli þegar skoðað er
ofan í kjölinn," segir Arnar
Kristinsson.
■
Verkfallsfólk tekur nidur kröfuspjöld
Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, tekur hér niður kröfuspjöld af
veggjum í húsnœði verkfallsvaktarinnar. Fremst á myndinni má sjá spjald þar sem
stendur „100.000 á mánuði!" og þar er einmitt sú meginkrafan sem verkfallið
snerist um, krafan um að mánaðarlaun yrðu að lágmarki eitt hundrað þúsund
kröfur. Mynd: Halldór Sveinbjömsson
ÆGIR 23