Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 31

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 31
Veiðum á norsk-íslensku síldinni lokið en útgerðarmenn eru harðorðir um fyrirkomulag veiðanna: „Langar ekkert í svona síldarólympíuleika aftur“ segir Sverrir Leósson, útgerðarmaður „Okkur á Súlunni gekk vel á vertíö- inni en þetta er sú vertíð sem ég vil gleyma sem allra fyrst og þa& væri til aö æra óstö&ugan að endurtaka þessa ólympíuleika," segir Sverrir Leósson, útgerbarma&ur nótaveiði- skipsins Súlunnar EA, aö aflokinni síldarvertí&inni. Mikil gagnrýni kom fram á fyrirkomulag veiðanna á norsk-íslensku síldinni strax í vor þegar ljóst var a& ekki yr&i settur kvóti á skipin og útgerbarmenn hafa ekki breytt þeirri sko&un sinni a& á allan hátt hefði verið skynsam- legra að setja á kvóta þannig að menn hefðu frjálst val um hvenær þeir héldu skipum til veiða. Sverrir gefur ekkert fyrir þá umræðu að svo illa hafi gengið að veiða í síb- ustu veiðiferðum skipanna að kvótinn hefði ekki náðst ef veiöar hefðu byrjað síðar. „Það má færa sterk rök fyrir því að við hefðum skilab 6-800 milljónum króna meiri verðmætum í þjóðarbúið með því að standa ab þessu af ein- hverri skynsemi. Á sama tíma hlustar maður á fréttir um að hrikti í öllum stoðum þegar skera þarf niður ein- hvers staðar í heilbrigðiskerfinu um 15-20 milljónir. Ég skil bara ekki hvað fær menn til ab vinna svona. Þab hefði leikandi verið hægt að ná síldaraflanum þó veiðarnar hefðu byrjað síðar. Árib 1995 fiskaði Súlan tæp 7000 tonn þrátt fyrir sjómanna- verkfall stóran hluta júnímánaðar. Og þá var síldin orðin til muna afurða- meiri og hæf til manneldis þannig að hún skilaöi mun meiru en í maí. En núna í lokin var óhagstætt tíðarfar og þess vegna var erfitt að ná síldinni en hún er þarna til staðar og hægt að veiða hana langt fram eftir sumri," segir Sverrir. Út frá þjóðhagslegu sjónarmiði seg- ist Sverrir gagnrýna fyrirkomulag síld- veiðanna harðlega. Þær hefðu getað skilað meiri tekjum og rök sjávarút- vegsráðuneytisins um að ekki hefði verið hægt að setja á kvóta falli um sjálf sig vegna þess að í lok veiðanna hafi ráðuneytið sett á kvóta til að stýra því að ekki yrði farið fram yfir heildar- kvótann. Þetta telur Sverri sýna að ráðuneytið hefði allt eins getab sett á kvóta fyrir veiðarnar í heild. RAFALAR • RAFALAR • RAFALAR 5 - 2370 KW fyrir skip og báta frá ■CTRII STAMFDRD | AC GENERATORS FROM | NEWAGE INTERNATIONAL MDVÉLAR Hf. °8f,eirum FISKISLÓÐ 135 B, Pósthólf 1562 - 121 Reykjavík - Sími: 561 0020 - Fax: 561 0023 RAFALAR • RAFALAR • RAFALAR ÆGIR 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.