Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 29

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 29
snerist þetta vib. Þeir Ásgeir, Torfi og Hinrik voru allir skipherrar á eigin þil- skipum og fyrst í stað sendu þeir út- flutningsvörur sínar, einkum hákarla- lýsi og saltfisk, utan með lausakaup- mönnum. Ekki leið þó á löngu, uns þeir sáu sér hag í því að stofna eigin verslanir til stuðnings útgerðinni. Torfi mun hafa átt aðild að verslun Hjálmars Jónssonar, sem hóf starfsemi um eða rétt eftir 1850, og árib 1852 stofnuðu þeir Ásgeir og Hinrik hvor sína verslunina í Miðkaupstaðnum, sem svo var nefndur. Hinrik varð skammlífur en verslun Ásgeirs óx hratt og var, þegar henni lauk, eitt þekktasta fyrirtæki á íslandi. Hinn svikuli sjávarafli íslendingar hafa oft orðið þess áþreif- anlega varir að sjávarafli getur verið svikull og að árferði til lands og sjávar hefur mikil áhrif á alla afkomu manna, jafnt heimila sem fyrirtækja. Þab var gæfa þremenninganna, sem nefndir voru hér að framan, að um 1850 áraði vel til sjávarins og verslun- arárferði var útvegsmönnum hagfellt. Þilskipunum var einkum haldið til há- karlaveiða. Þau öfluðu vel og um þetta leyti var eftirspurn eftir hákarlalýsi mikil og verð á því hærra en nokkru sinni áður. Á 6. áratug 19. aldar og allt fram um miðjan 7. áratuginn virðast aflabrögð yfirleitt hafa verið í betra lagi en heimildir eru þó harla brota- kenndar og erfitt að átta sig á því, ab hve miklu leyti aukinn afli var afleiö- ing meiri sóknar. Árib 1846 munu aðeins tvö þilskip hafa verið gerð út frá ísafirði, en þeim fjölgaði verulega á næstu árum og árið 1861 voru þau orðin a.m.k. 12-14. Næstu tvo áratugina fjölgaði skipun- um hægt og bítandi en þegar kom fram um 1880 tók útgerðin mikinn fjörkipp og þilskipum fjölgaði ört á ísafirði. Þau urðu flest árið 1898, eða þrjátíu, en fór fækkandi eftir það. Árið 1920 var ekkert þilskip gert út frá ísa- firði en á fyrra hluta 3. áratugarins voru nokkur skip gerð þaðan út, hin síðustu árið 1926. Þilskipaútgerð ísfirðinga er um margt sérstakur og athyglisverður þátt- ur í íslenskri atvinnusögu tímabilsins frá því um 1850 og fram um 1920. Við upphaf tímabilsins voru þeir íslend- ingar fáir, sem lært höfðu skipstjórnar- fræði, sem kallaö var, og voru færir um að sigla þilskipum milli landa, eba jafnvel á veiðislóbum, þar sem þeir höfðu ekki landsýn. Ásgeir Ásgeirsson og Torfi Halldórsson höfbu báðir gengib á sjómannaskóla í Danmörku og um 1850 hófu þeir, ásamt fleiri góðum mönnum, að vinna að stofnun sjómannaskóla á ísafirði. Hann hóf starfsemi haustið 1852 og starfaði til vors 1856, en eftir það stundaði Torfi sjómannakennslu á Flateyri um langt skeib. Um fjölda nemenda í skólanum er ekki vitað með vissu, en þeir munu hafa verið 8-10 fyrsta veturinn og 7-8 hinn síðasta. Kennarar við skólann voru tveir, Torfi og Bjarni Jónsson frá Álftamýri. Tveimur árum áður en skólinn tók til starfa, 1850, stofnuðu eigendur þil- skipa á ísafirði og í ísafjarðarsýslum með sér tryggingafélag, sem starfaði næsta áratuginn, og ef til vill nokkru lengur. Ekki leikur á tveimur tungum að af þremenningunum, sem áður voru nefndir, markaði Ásgeir Ásgeirsson dýpst spor í sögu ísafjarðar og í ís- lenska atvinnusögu yfirleitt. Fyrirtæk- ið sem hann stofnaði árið 1852, Ás- geirsverslun, óx og dafnaði og var um síðustu aldamót langstærsta fyrirtæki á íslandi. Á árunum 1897 og 1898 gerði það út fjórtán þilskip hvort árið, og að auki gufuskip og seglskip til flutninga. Þá átti verslunin útibú víba um Vestfirði og þótt ekkert verði full- yrt um hlutdeild þess í saltfiskútflutn- ingi íslendinga, er ekki ósennilegt að hún hafi verið um tíu af hundraði heildarútflutningsins um síðustu alda- mót. Þá var Ásgeir G. Ásgeirsson tek- inn við stjórn fyrirtækisins af föður sínum, sem lést árið 1877, og stýrði Á ísaflröi stóðu allan skútutímann gömul og sérkennileg hús frá 18. öld og standa sum enn. Þessi mynd úr bókinni Skútuöldin, sýnir reisulegt naust sem Björgvinjarkaupmenn reistu árið 1790. Þaö var riflö árið 1943. ægir 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.