Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 16
6. mynd Hagnýting karfa- og úthafskarfaafla 1993-1996 (afli af íslandsmiðum) 80,000 --------------------------------------------------------------------------- 70,000 ■ 1993 □ 1994 □ 1995 ■ 1996 breytingar verða hins vegar á hagnýt- ingu aflans. Munar þar mest um 40% samdrátt í beinni sölu fiskiskipa, sem kemur til vegna verðlækkunar. Um helmingur karfans er unninn til sjós, sem er heldur hærra hlutfall en undan- farin ár. Sjóvinnsla vex á ný eftir veru- lega niðursveiflu árið 1995 í kjölfar mikils aflasamdráttar. Þessi þróun sést á mynd 6. Á mynd 7 er hins vegar sýnt hvernig vinnsla skiptist á einstök kjördæmi. Það er sláandi hve sala beint úr skip- um, ýmist með siglingum eða í gám- um, hefur minnkað undanfarin ár sem aftur leiðir til meiri vinnslu innan- lands. Mest var aukning í Reykjavík, en þar eru um 23% aflans unnin, og á Reykjanesi, en áberandi samdráttur er á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi. Grálúða Veiði á grálúðu var 22 þúsund lestir árið 1996 sem er tæplega 20% minnk- un frá árinu 1995, en það ár voru veiddar 27 þúsund lestir. Er svo komið að ástæða þykir til að hafa áhyggjur af stofninum. Meginhluti aflans, eða 85%, er fryst- ur og eykst hlutur frystingar heldur á kostnað gáma og ísfisksölu sem reynd- ar er að hverfa. Tæp 80% aflans er sjó- frysting og hefur hlutur sjóvinnslurnar vaxið stöðugt frá árinu 1992 en þá var einungis helmingurinn unninn um borð. Á þessu tímabili hefur landfryst- ing að sama skapi minnkað úr þriðj- ungi af afla í 15%. Mynd 8 sýnir hag- nýtingu grálúðuafla. Rækja Árið 1996 veiddust á íslandsmiðum 68 þúsund tonn af rækju. Er það vissulega minni afli en árið 1995 en það ár var metafli, 76 þúsund tonn. Svo að segja öll rækja var fryst, sjófryst að tveimur þriðju og því þriðjungur frystur í landi. Á mynd 9 má sjá hlutfallslega skipt- ingu vinnslu á kjördæmi. Þar hafa Vestfirðir og Norðurland augljóslega vinninginn, nærri lætur að þrír fjórðu 1 6 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.