Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 37

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 37
iöulega allt komið í belg og biðu þegar fiskurinn kemur í hús. Þessi fylgir að ómögulegt verður að finna athuga- semdum réttan farveg ef einhverjar eru. Með einfaldri skráningu á kara- númerum og bátsnöfnum væri þessu vandamáli útrýmt," sagði Hjörtur en benti jafnframt á að sínu mati væru nokkrir markaðir með þessi mál í lagi. Hjörtur gagnrýndi fiskmarkaðina fyrir að veita kaupendum ófullnægj- andi upplýsingar um hvaða hráefni væri í boði og sagði að þær upplýsing- ar sem væru þó gefnar væru óaðgengi- legar fyrir nýja kaupendur. Þar talaði hann á svipuðum nótum og nafni hans, Hjörtur Grétarson hjá Granda hf. Friðrik Blomsterberg, deildarstjóri Skoðunarstofu íslenskra sjávarafurða, sagði að það hefði gleymst í umræð- unni að stór hluti þess sem kaupendur erlendis væru að kaupa frá Islandi væri rekjanleiki íslensks fisks. „Þeir segjast geta keypt betra hrá- efni frá Noregi en þar sem Norömenn geta ekki haldið utan um þá vöru sem þeir eru að selja er frekar keypt frá ís- landi. Framleiðandinn þarf að í hvaða vinnslu hann á að vinna hráefni. Þá þarf t.d. að vera ljóst hvenær fiskurinn var veiddur og hvernig hann hefur verið geymdur," sagði Friðrik og bætti Ámi Ólason, framkvcemdastjóri fisk- vitmslu KEA í Hrísey, les fiskmarkaðs- tnönttutn pistilinn. því við að hingað til hefði gengið best að rekja hráefni þar sem vinnsla og út- gerð eru á sömu hendi. Fiskmarkaðir bera ábyrgð Árni Ólason, framkvæmdastjóri fisk- vinnslu KEA í Hrísey, gerði ábyrgð fiskmarkaðanna að umtalsefni, en hann hefur verið skorinorður í gagn- rýni sinni á þá og m.a. lýst fiskmörk- uðum sem gamaldags bílasölum. Árni telur að fiskmarkaðsmenn eigi að bera fulla ábyrgð á viðskiptunum gagnvart kaupendum, en ekki sjómenn og út- gerðarmenn. Þar var hann á öndverð- um meiði við Hjört Eiríksson sem lýsti þeirri skoðun að fiskmarkaðir væru í eðli sínu umboðsaðilar sem geta ekki nema að takmörkuðu leyti haft áhrif á gæði þeirra afurða sem þeir selja. Árni lýsti óánægju sinni með við- skipti síns fyrirtækis við fiskmarkaði og sagði það koma of oft fyrir að því bærist minna af fiski frá fiskmörkuð- um en upphaflega hefði verið pantað. Hann sagði slík atvik afar óheppileg í ljósi þeirra erfiðleika sem landvinnsl- an hefði átt í að undanförnu enda væri hráefniskostnaður helmingur rekstrarkostnaður frystihúsa. Margeir Gissurarson, deildarstjóri gæðamála SH, lagði m.a. áherslu á að athuga flutninga á hráefni til og frá mörkuðum. „Það er ljóst að fiskmark- aðir geta ekki bætt gæði fisksins. Það þarf því að skoða betur flutningsmáta frá því að fiskur er veiddur og þangað til hann kemur inn til vinnslu," sagði hann. Halda ber umræðuni áfram Egill Jón Kristjánsson framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Hornafjarðar taldi óþarft að setja lög um að allur fiskur fari á markað. „Fiskkaupendur og fisk- seljendur eiga að koma inn á fiskmark- aðina af því að þeim líki vel sú þjón- usta sem þar er í boði," sagði Egill. í lok málþingsins komu þeir Páll Benediktsson fréttamaður, sem stjórn- aði umræðunum, og Ólafur Þór Jó- hannsson, formaður SUM, inn á áhrif reglugerða Evrópusambandsins og sögðu báðir að íslendingar stæðu mun framar í að framfylgja reglugerðum þess um matvælaframleiðslu en þjóðir meginlands Evrópu. Ólafur sagði í lokaorðum sínum að nú væri rétti tíminn fyrir þá sem kæmu að fiskmarkaðsmálum til að halda áfram þeim gagnlegu umræðum sem hefðu farið fram á málþinginu. „Ennfremur er rétt að sest verði niður og rædd þau víðtæku áhrif sem reglu- gerðir Evrópusambandsins hafa á alla aðila í íslenskum sjávarútveg," sagði Ólafur Þór að lokum. Pétur Pálsson, Friðrik Blomsterberg og Margeir Gissurarson voru fulltrúar stóru sölusamtakanna ípallborðsumrtxðutn. ÆGIR 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.