Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 36
Málþing Samtaka uppboðsmarkaða um gæðamál á
fiskmörkuðum:
Fiskur seldur fyrir
hálfan níunda milljarð króna
rekjanleiki fisks og upplýsingaflæði efst á baugi
Fyrsta fiskuppboöiö á íslandi var
haldiö í Fiskmarkaöi Hafnafjaröar
um miöjan júní 1987. Þaö ár voru
seld um tuttugu þúsund tonn af
fiski á fiskmörkuöum. Nú, áratug
síöar, nær þéttriöiö net fiskmarkaöa
yfir allt land. Á síöasta ári voru seld
á fiskmörkuöunum hérlendis um
116 þúsund tonn af fiski fyrir um
8,5 milljaröa króna.
Þetta kom m.a. fram á málþingi ný-
stofnaðra Samtaka uppboðsmarkaöa
(SUM) sem haldið var um gæðamál
fiskmarkaðanna í Félagsheimili Kópa-
vogs í byrjun mánaðarins. Þar fóru
fram fjörugar og gagnrýnar umræður
um flest það sem tengist starfsemi
fiskmarkaða. Óhætt er að fullyrða að
niðurstaða málþingsins hafi verið sú
að þótt sitthvað mætti finna að starf-
semi fiskmarkaðanna hefðu þeir mikil-
vægu hlutverki að gegna og nauðsyn-
legt væri að allir aðilar ynnu saman að
því að laga það sem betur má fara í
þeim viðskiptum.
„Markaðarnir hafa náð jafn langt á á
stuttum tíma eins og raun ber vitni á
eigin verðleikum," sagði Pétur Pálsson,
framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík og
stjórnarmaður í SÍF, í pallborðsumræð-
um í lok málþingsins. Hann sagðist
vera á móti reglum um að allur fiskur
ætti að fara á markað og að skylda ætti
alla markaði til að slægja allan fisk sem
þangað kæmi inn.
Pétur sagði greinilegt að fiskmark-
aðir gætu bætt margt í starfsemi sinni.
Það sýndi til dæmis ný könnun sem
Ánti Ólasott og Egill Jótt Kristjánssott,
tveir af frummœlendum á málþinginu.
Gallup gerði fyrir SUM. Þar kemur
fram að tveir þriðju viðskiptamanna
fiskmarkaða væru ánægðir með við-
skiptin við þá en Pétur sagði slíka tölu
vera of lága.
Rekjanleiki ófullnægjandi
í framsöguræðu sinni sagði Hjörtur Ei-
ríksson, framkvæmdastjóri fiskvinnsl-
unnar Rööuls í Sandgerði, að sérhæfð
smáfyrirtæki eins og það sem hann
ræki „ættu sér enga lífsvon án fisk-
markaða." Eins og fleiri sem töluðu á
þinginu benti Hjörtur á að seljendur
hefðu yfirburði á íslenskum fiskmörk-
uðum. Það hefði í för með sér að lítill
hvati væri fyrir sjómenn og útgerðar-
aðila sem seldu á markaði að fara vel
með þann fisk sem þeir kæmu með að
landi.
Hjörtur opnaði einnig umræðuna
um rekjanleika fisks á fiskmörkuðum.
„Oft er verið að kaupa afla af nokkrum
bátum í sömu löndunarhöfn og er þá
Fundarmenn Itlýða á fróðlegar upplýsingar frummœlenda um fiskmarkaðsmálin.
36 ÆGIR -------------------------------------------------------------------