Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 22
mikið vatn runnið til sjávar og um-
ræðan um sjö vikna verkfall á vordög-
um 1997 örugglega hljóðnuð.
Varðandi vinnustaðasamninga segir
Ingimar Halldórsson hjá Frosta að
hugmyndir um þá sé seinni tíma mál.
Grunnurinn að vinnustaðasamning-
um sé að ná fram hagræðingu í rekstr-
inum sem lækki tilkostnað og með
sameiningu fyrirtækja á Vestfjörðum
um þessar mundir sé einmitt verið að
stíga skref til hagræðingar. Arangurinn
geti orðið til að hægt sé að greiða
hærri laun í framtíðinni.
Uppsöfnuð óánægja braust út
Arnar Sigurmundsson, formaður Sam-
taka fiskvinnslustöðva, segist ekki
þeirrar skoðunar að átökin á Vestfjörð-
um hafi beinlínis snúist um hvað fisk-
vinnslan þoli að borga í laun, þrátt
fyrir að fiskvinnslufyrirtækin hafi orð-
ið illa fyrir verkfallinu.
„Ég held að skýringin sé ekki sú.
Þarna tel ég að hafi brotist fram upp-
söfnuð óánægja og reiði, ekki endilega
vegna þess að launakjör í fiskvinnslu
séu svo slæm miðað við aðrar at-
vinnugreinar. Við getum horft fyrst til
óhagstæðrar íbúaþróunar, síðan þeirra
skelfilegu atburða sem gengið hafa yfir
byggðarlögin á undanförnum árum,
samdráttar í þorskafla og þar er kvóta-
kerfinu að einhverju leyti kennt um.
Síðan spilar inn í sameining fyrirtækja
og sveitarfélaga sem alltaf eru við-
kvæm mál á svona litlum stöðum. Ég
held því að þessir þættir, ásamt
kannski fleirum, hafi þrýst upp mikilli
reiði á yfirborðið þegar kom að því að
semja um kaup og kjör. Eftir að hafa
verið fyrir vestan þá var niðurstaða
mín að þetta væri svekkelsi út í ríkj-
andi ástand og þá þróun sem verið
hefur á Vestfjörðum á undanförnum
árum og brýst svona fram," segir Arn-
ar.
Hann kallar verkfallið í raun harm-
leik fyrir Vestfirði og segist ekki sjá að
fyrirtæki né fólk muni jafna sig alveg á
næstunni eftir þessi átök. Einn þáttur
sem Arnar bendir á í þessu sambandi
er að fyrirtæki á Vestfjörðum hafa ver-
ið á leið út á verðbréfamarkað í kjölfar
Arnar Sigurmundsson, fonnaður Samtaka
fiskvinnslustöðva.
sameiningar og hann segir að svona
löng verkföll geti spilað inn í áhuga
fjárfesta að koma inn, enda horfi þeir
á festu í fyrirtækjunum og umhverfi
þeirra þegar þeir velji fjárfestingarkost.
Verra en átökin í
Vestmannaeyjum 1988
Verkfallsátök urðu i Vestmannaeyjum
árið 1988 og harðar deilur. Arnar rifjar
upp að þá hafi meirihluti verkfalls-
manna einnig verið konur en sannar-
lega hafi þau átök komið illa við fyrir-
tæki og markað sín spor í starfsemi
þeirra lengi á eftir. „Mér finnst að það
sem gerðist fyrir vestan hafi verið orð-
ið miklu verra en hér hjá okkur í Vest-
mannaeyjum árið 1988 þannig að ég
hef áhyggjur af afleiðingunum. Því
miður er það svo að þegar sameining
fyrirtækja er að ganga í gegn, eins og
fyrir vestan, þá eru þau viðkvæm fyrir
öllum áföllum og með það atriði í
huga þá hefur verkfallið líklega komið
á versta tíma."
„Fyrirtækin hafa
bolmagn í meira“
Karitas Pálsdóttir er þeirrar skoðunar
að verkfallið hafi verið slagur um fisk-
vinnsluna og þau laun sem hún greið-
ir. Hún segir að aðstæður og bolmagn
fyrirtækja kunni að vera mjög mis-
munandi „en ég sé ekki annað, ef ég
Karitas Pálsdóttir, stjómarmaður i Al-
þýðusambandi Vestfjarða.
Ljósmynd: Halldór Sveinbjömsson
horfi í kringum mig með galopnum
augum, en að fyrirækin hafi bolmagn
til að ganga að kröfunum vegna þess
að það bar ekki svo mikið i milli. Fyr-
irtæki sem velta einhverjum milljörð-
um hefðu ekki staðið frammi fyrir
stórum upphæðum þó þau hefðu
þurft að borga kannski 5 milljónum
meira í laun. Mér fannst þessi barátta
miklu frekar snúast um að ekki mætti
láta undan," segir Karitas.
„Hættulega lág laun í
fiskvinnslunni"
„Launin eru lág i fiskvinnslunni og ég
held að nú sé svo komið að þessi und-
irstöðuatvinnugrein, sem ætti að vera
vel launuð, stefni í að fara með störfin
annað hvort út á sjó þar sem borgað er
miklu meira eða þá að erlent verkafólk
verður í þessum störfum í landi. Aður
byggðu menn aíla sína launaútreikn-
inga á því að geta unnið ómælt í yfir-
vinnu en sá tími er löngu liðinn. í bol-
fiskvinnslu er hún að minnsta kosti
mjög óveruleg og kallast gott að halda
8 tímunum. Ég á ekki von á því að í
næstu samningum ætli fólk að láta sér
lynda eina ferðina enn að fá einhverja
smáaura," segir Karitas.
-En þurfið þið þá ekki að fylgja öðr-
um eftir í stað þess að vera með þessa
kröfu þegar aðrir eru búnir að semja í
22 ÆGIR