Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 24

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 24
Múrmansktogarinn Opon viö bryggju hjá Slippstööinni á Akureyri áður en hafist var handa VÍð lagfceringar. Uyndir: Ólafur Sverrisson Samkvæmt upplýsingum Ægis gekk vinnslan vel, þrátt fyrir að mikil umskipti hafi orðiö á vinnslunni um borð. Rússneskir togarar eru fyrst og fremst í heilfrystingu um borð en breytingarnar á togurunum ganga aðallega út á að umbylta vinnslunni á millidekkinu og setja inn íslenskan búnað til flakafrystingar. Jafnframt eru skipin sandblásin og máluð, auk annarra smærri lagfæringa. Vinna við hvern togara tekur um þrjá mánuði, þannig að augljóslega er um mikilsverð verkefni fyrir Slipp- stöðina að ræða. í Rússlandi eru fjöldamargir togarar sem komið er að lagfæringum á þannig að segja má að vandamálið sé ekki að fá verkefni heldur fremur hitt að tryggja greiðslu fyrir þau. Múrmansktogari fær andlitslyftingu á íslandi Slippstööin á Akureyri, í samstarfi við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Marel hf, hefur á undanförnum mánuðum unnib að endurbótum og breytingum á togurum frá Múrmansk. í maímánuði lét togarinn Opon úr höfn á Akureyri eftir lagfæringar en þá þegar var kominn að bryggju hjá Slipp- stöbinni annar togari, sömu gerðar og frá sömu útgerð í Múrmansk. Þessi verkefnasköpun er um margt athyglisverð. Samningarnir eru þannig gerðir að útgerðarfyrirtækið greibir fyrir endurbæturnar með fiski sem unninn er um borð eftir að skipin fara á sjó á ný. Aðilar frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Marel hf. fóru með Opon á Reykjaneshrygg í fyrsta túr eftir breytingarnar og kenndu skipverjum á tækjabúnaðinn og leiðbeindum þeim um vinnsluna. Og hér er svo Opon orðinn klár á veiðar þremur mánuðum síðar. Aðalliturinn orðinn blár og skipið hið glœsilegasta. Sennilega eru fáir jafh glcesilegir rússneskir togarar á miðunum á Reykjaneshrygg. Mynd: )óh 24 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.