Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 14
Hagnýting afla af
íslandsmiðum 1996
Þegar fjallað er um vinnslu afla af
íslandsmiðum á síðasta ári ber að
athuga að eingöngu er fjallað um
vinnslu afla af heimamiðum, þannig
að t.d. þorskur úr Smugunni og rækja
af Flæmingjagrunni teljast ekki með.
Snemma á 9. áratugnum varð bylt-
ing í vinnslu sjávarafla með tilkomu
sjófrystingar. Á mynd 1 sést að sjó-
frysting vex stöðugt þrátt fyrir afla-
minnkun og hefur þetta fyrst og
fremst gerst á kostnað landfrystingar.
Undanfarin ár hefur í kringum 85%
þess afla sem frystur er til sjós verið
botnfiskur, en rækja um 15%.
Á níunda áratugnum óx gámaút-
flutningur hratt og náði hámarki árið
1990, en þá voru flutt út ríflega 90
þúsund tonn í gámum. Þetta má sjá á
mynd 2 en hún sýnir einnig ab á
árunum eftir 1990 fór, með tilkomu
fiskmarkaöa og nýs verðkerfis, þessi
útflutningsmáti að dragast saman aft-
ur og var árið 1995 orðinn innan við
30 þúsund tonn. Á síöastliðnu ári má
hins vegar sjá ríflega 23% aukningu í
gámafiski sem skýrist af verðhækkun-
um á þorski og ýmsum flatfisktegund-
um.
Þorskur
Þorskveiðar við ísland jukust lítillega á
síðasta ári, eða úr 168 þúsund tonnum
í 181 þúsund tonn. Eins og sjá má á
mynd 3 hefur landfrystingin minnkað
frá ári til árs, sem vissulega skýrist árin
'92-95 af verulegum aflasamdrætti, en
það á ekki við árið 1996. Athyglisvert
er einnig að samdráttur er mun minni
í sjófrystingu og söltun eykst. Á milli
áranna 1995 og 1996 lækkaði verð á
landfrystum afurðum en talsverð
hækkun varð bæði á sjófrystri vöru og
saltaðri. Þessi verðþróun endurspeglast
greinilega í vinnslunni.
Eins og greinilegt er á mynd 4, sem
sýnir í hvaða kjördæmi aflinn er unn-
inn, fer æ stærri hluti þorskaflans til
vinnslu í Reykjaneskjördæmi. Aukn-
ingin frá árinu 1995 til ársins 1996 er
1. mynd Sjófrysting 1986-1996 (afli af íslandsmiöum)
160,000
140,000
120,000
C 100,000
o
~ 80,000
c
D
60,000
□ Annað
■ Rækja
HBotn- og flatfiskur
2. mynd Útfluttur botn- og flatfiskur í gámum 1986-1996
(afli af íslandsmiöum)
100,000
90,000
80,000
70,000
| 60,000
± 50,000
TJ
C
“ 40,000
D.
30,000
20,000
10,000
0
1989 1990
1992 1993 1994 1995
14 ÆGIR