Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 27

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 27
Stjórnunarstíll til sjós getur skipt miklu um slysavarnir: Menn fá ekki reynslu í mannaforráðum í vöggugjöf „Ég hef enga einhlíta skýringu á slysum um borh í skipum enda er alveg ljóst ai) ég stæbi ekki hér ef ég heföi hana. Þá væri ég heima hjá mér ah telja peninga - ríkur maöur," sagði Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, á fundi um öryggismál sjómanna sem hald- inn var á Akureyri fyrir skömmu að tilstublan Sjómannadagsráös Akur- eyrar. Hilmar velti upp hinum ýmsu flötum sem á öryggismálunum eru - sagði takmarkib að sjálfsögðu að út- rýma slysum um borb í skipum en því yrði ekki náð nema meb mikilli vinnu allra aðila. Hilmar sagði að því mætti ekki gleyma að slysum um borb í skipum hafi fækkað um sem nemur 200 á ári frá 1990 til 1996 en samt sem ábur verði of mörg slys og síðan það sorg- legasta - að ekki snúi allir sjómenn lífs til hafnar. Streita er einn af þeim þáttum sem oft er rætt um þegar kemur að sjóslys- unum. Hilmar ræddi stjórnunarþátt- inn á skipum og tengslin við streitu. „Streita í vinnunni er hlutur sem allir kannast við. Öskur og garg þegar illa gengur hefur ekki þau áhrif sem ætlast er til. Mannskapurinn um borð verður stressaður og þá byrja mistök- in. Þetta þekkja sjómenn. Margir telja að öskur og garg sé nú- tíma stjórnunarstíll en því fer sko fjarri. Það era nefnilega allir mannleg- ir um borð í skipunum og þessháttar vinnubrögð geta snúið góðum vinnu- stað upp í stóra slysagildra. Mannleg samskipti skipta miklu máli, bæði fyrir félagsandann um borð og þab jafn- vægi sem áhöfnin er í. í flugi er farið Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavama- skóla sjómanna. Mynd: íóh að setja flugmenn og flugstjóra á nám- skeiö í mannlegum samskiptum þannig að þeir tali saman rétta tungu, menn sem sitja hlið við hlib og á þetta er litið til ab fyrirbyggja slys. Ég held ab víba sé þörf á að koma stjórnend- um skipa og þeim sem almennt vinna um borb í skipum á námskeið þar sem unnið væri að betri mannlegum sam- skiptum," sagði Hilmar um leið og hann vakti athygli fundarmanna á ab ekki sé nema mjög takmörkuð kennsla í stjórnun í skipstjórnarnámi. „Vænt- anlegir stjórnendur skipa, sem nú era ab koma út úr námi, verða bara að læra þennan þátt af sér eldri og reynd- ari mönnum. Og ef þeir læra af slæm- um stjórnanda þá taka þeir upp sömu siðina og stjórna eftir því. Reynsla er sannarlega góður skóli en mannafor- ráð eru ekki hlutir sem við fáum í vöggugjöf," bætti Hilmar við. Vökur til sjós segir Hilmar mjög al- varlegt mál og sérstaklega þá stað- reynd að stjórnendur skipanna standi oft lengstu vökurnar. „Svefnieysi veldur því að menn hreinlega geta dottið út eitt augnablik. Þær stundir eru mjög hættulegar, ekki síst þar sem hættuleg störf era unnin. Skipanir geta farið forgörðum, við- bragðið er lítið og einbeitingin hvefur. Við þurfum að spyrja okkur að því hvort vinnustaöurinn sé ekki kominn í hættu þegar svona ástand varir hjá þeim sem stjórna um borð. Flugmenn og flugstjórar mega ekki vera við stjórnvölinn lengur en í 9-10 tíma án hvíldar. Vörubílstjóri má heldur ekki keyra nema í 10 tíma en til sjós standa menn bara eins og þeir þola. Við þurfum auðvitað ab draga lærdóm af þessu," sagði Hilmar. HRAÐASTÝRINGAR AM j- Stærðir: 0,37-315 kW 3 9 ffá/f JOHAN mfffff RÖNNING HF simi: 568 4000 - http://www.ronning.is ÆGIR 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.