Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 42
Loðdýrabændur hvetja til að
allt sjávarfang komi í land
Töluverð umræða varð á dögunum
á fundi loðdýrabænda á Sauðár-
króki um nýtingu auðlinda sjávar-
ins og kom á fundinum fram
gangrýni á þá þróun að vinnsla fær-
ist í vaxandi mæli út á sjó án þess
að krafa sé gerð um að komið sé í
land með fiskúrgang. Bein og fiskúr-
gangur er uppistaða í fóðurfram-
leiðslu fyrir loðdýrabúin og bentu
AFTUR Á ÍSLANDI
JMA-7000 JFV-250 JFS-80 JLN 627
Radartæki með eða
án Arpa og plotti
GMDSS
Dýptarmælar
margar gerðir
Hringsónartæki
Lág- og hátíðni
Straumlogg
Val um 3 dýpis-
skala. 4 geislar
á 125 khz niður
á 400 m dýpi.
4 geisla dýptar-
mælir
FJARSKIPTABUNAÐUR
INMARSAT-M
JUE 200 M
NCR 300 A
o
INMARSAT A, B, C & M
NAVTEX 06 RADARSVARAR
VEÐURKORTARITAR
OG MÓTTAKARAR
VIÐURKENNDUR
BÚNAÐUR
SSB, VHF0G UHF TALSTÖÐVAR
LEITIÐ UPPLÝSINGA HJÁ RAFHÚS
níRÁFHUS
FISKISLÓÐ 94 • REYKJAVlK • SlMI: 562 1616 • FAX 562 7366
bændurnir á aö eitt af brýnustu
hagsmunamálum þeirra væri að fá
sem vandaðast hráefni til fóður-
framleiðslunnar - að öðrum kosti
ættu þeir erfitt með að framleiða þá
gæðavöru sem skinnamarkaðurinn
krefðist.
Umhverfis- og landbúnaðarráð-
herra, Guðmundur Bjarnason, sat
fund loðdýrabænda og samþykkti
fundurinn eftirfarandi áskorun á
stjórnvöld um þessi mál.
„Fundur á loödýradegi á Sauðár-
króki 5. júní 1997 samþykkir að skora
á stjórnvöld að nota heimild í lögum
um fullnýtingu sjávarafurba þannig að
allt sjávarfang sem kemur um borð í
fiskiskip á íslandsmiðum verði nýtt og
ab ekki verði veittar undanþágur á
nýju fiskveiðiári eða síðar."
Töluverðar umræður urðu um þetta
mál á fundinum og kvábu sumir fund-
armanna svo fast að orði ab um um-
hverfissóðaskap væri að ræða þegar
ekki væri skylda ab koma með allan
afla að landi. Aðrir bentu á að í fram-
tíðinni kunni þetta að breytast ef litið
verði þannig á að úrgangur frá vinnslu
úti á sjó verði talinn mengun. í
mörgum löndum hafi menn tekið upp
það almenna kerfi að þeir sem mengi
borgi gjald og ef slíkt verði gert hér þá
muni úrgangurinn skila sér.
„Umgengni okkar um auðlindina
hlýtur að eiga að vera þannig ab við
nýtum allt sem kemur úr sjónum. Við
hljótum að verða að taka meira tillit
til umhverfissjónarmiða en við höfum
gert og ég er sannfærður um að í sam-
félagi þjóöanna fáum vib yfir okkur þá
kröfu að vib göngum þannig um auð-
lindina að sómi sé að," sagði Guð-
mundur Bjarnason.
42 ÆGIR