Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 45

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 45
TÆKNI OG ÞJÓNUSTA sinni í Krossanesi við Akureyri eða á Húsavík. Sævar segir að bæði megi nota kerfið á þennan hátt til upplýsinga og einnig sem þátt í öryggis- og eftirlits- kerfi enda séu stífar kröfur um þá þætti til aö koma í veg fyrir umhverfisslys, ekkert síöur á landi en úti á sjó. Haftækni hf. fagnaði í haust 10 ára afmæli en fyrirtækib sérhæfir sig í þjónustu við sjávarútveginn, bæði með sölu á innfluttum tækjabúnaði og eig- in framleiðslu, sem og uppsetningu og viðhaldsþjónustu á fjarskipta-, fiskileit- ar- og siglingatækjum fyrir skip og báta. Sævar segir að starfsmenn fyrir- tækisins búi yfir mikilli sérfræðiþekk- ingu á þessum tækjabúnabi. Jafnframt þróun á eigin framleiðsluvöru, eins og tankpælinum, stendur Haftækni, ásamt tveimur öðrum aðilum að fyrir- tækinu Marport sem stendur fyrir framleiðslu aflanema sem þekktir eru vítt um heim og notaðir í fjöldamörg- um fiskiskipum. „Það má segja að við séum að hasla okkur völl meb því ab koma fram með nýjungar og byggjum þar á víðtækri reynslu innan fyrirtækisins. Viö höfum líka unnið mikið í samstarfi við aðra aðila og það er mikilvert þegar ná á árangri og góðum lausnum," segir Sævar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Haftækni. TANKPÆLIR TANKPÆLIR Þannig eru inismunandi útfœrslur af tankpœlinum, eftir því hversu víðtœkt eftirlitskerfið er og í hvaða gerð afskipum búnaðurinn er. Á efri myndinni má sjá kerfi í nótaveiðiskipi og þar tekur kerfið einnig til lestarinnar og á neðri myndinni er dcemigerður nútíma togari með fjöldanum öllum aftönkum sem hœgt er að fylgjast með. Sæplast hf. á Dalvík: Vígðu nýtt hús á 10 ára framkvæmdaafmæli Undanfarið ár hefur verið vibburðaríkt hjá Sæplasti hf. á Dalvík. Stjórn fyrirtækisins ákvab í byrjun síbasta árs að ráðast í byggingu vib 550 vib- bótarhúsnæbis undir framleiðsl- una og því til viðbótar byggingu á 530 fermetra skrifstofu- og starfsmannahúsi. Framkvæmdir hófust í júní í fyrra og var verksmiðjuhúsið af- hent í haust en unnið hefur verið vib byggingu starfsmanna- og skrifstofuhúsið í vetur. Sú bygging var afhent þann 19. júní síðastlið- inn en þann dag voru liðin 10 ár frá því byggingaframkvæmdir hófust hjá Sæplasti á núverandi athafnasvæði félagsins. Undan- farna mánuði hefur verið unnib að flutningi hverfisteypudeild fél- agsins í hið nýja verksmibjuhús. Jafnframt vígslu starfsmanna- og skrifstofuhússins var hverfi- steypudeildinni startað í nýja húsinu. ÆGIR 45

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.