Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 11
til fjölda ára verkstjóri og framleiðslu- stjóri í frystihúsi og þekkir vel áhuga ferðafólks að sjá hvað fer fram inni í vinnslusal húsanna. Strax í sumar verður gerð tilraun með móttöku ferðamanna og þeim kynnt vinnslan og gefinn kostur á að smakka afurðirn- ar en með lagfæringunum á vinnslu- salnum í desember verður þessi að- staða útbúin varanlega. „Okkar hús hentar mjög vel sem ferðamannafrystihús, eins og þekkt er víða erlendis, því við getum fyrirhafn- arlítið sett upp glergang meðfram allri vinnslulínunni. Hugsunin á bak við þetta tengist áherslu okkar í umhverf- ismálum en við höfum markað okkur þá stefnu að Fiskiðjusamlagið vinni í sátt við sitt umhverfi til framtíðar. Hluti af því er að kynna íslenskan sjávarútveg og það sem við erum að gera í fyrirtækinu. Okkar mat er að engin ástæða sé til að fela neitt fyrir erlendum gestum, við séum með sjálf- bærar fiskveiðar hér við land á öllum fiskistofnum og íslendingar þurfi miklu frekar að nota öll tækifæri til að segja frá því sem hér er veriö að gera. Það fara fáir í föt okkar íslendinga hvað fiskveiðar varðar og af hverju skyldum við ekki nota það sem vel er gert til markaðssóknar. Aðstæður til móttöku ferðamanna eru ákjósanlegar af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna tengingar við hvalaskoðun héð- an frá Húsavík og hins vegar að FH hefur sterk tengsl inn á erlenda mark- aði. Viðskiptavinir okkar eru vel þekktir í sínum heimalöndum og markaðsleg staða okkar er ótrúlega sterk og að mínu mati helsti styrkleiki okkar. " Dæmi um aflið sem sameining fyrirtækja getur skilaö Einar segir takmarkið ekki að Fiskiðju- samlagið verði endilega stærra fyrir- tæki en það er í dag. Markmiðin snúi fyrst og fremst að því að fyrirtækið skili arði til lengri tíma litið og njóti trausts á markaðnum með nánum samskiptum við viðskiptavini sína. „Við höfum kynnt nokkrum helstu viðskiptavinum okkar þau markmið sem við höfum sett okkur og þær breytingar sem við erum að gera, til dæmis með því að opna ferðamönn- um húsið. Þeir eru himinglaðir með þessi skref og áhersluatriði og telja þetta góða kynningu." Einar segir að mörg sjávarútvegsfyr- irtæki hafi tekið upp stefnumótunar- vinnu líkt og FH en hafa verði í huga að aðstæður séu ólíkar í umhverfi fyr- irtækja og mismunandi hvar styrkur þeirra liggi. i hans huga er Húsavík ekki hefðbundinn vertíðarbær, heldur byggi á stööugleika í útvegun hráefnis, líkt og verksmiðjuframleiðsla gerir. „Fólkið sem hér býr hefur augljós- lega mjög gaman af sjónum og margir hafa gert það gott í sjávarútvegi. Að vísu hefur misjafnlega gengið, kannski vegna þess að menn hafa ekki metið styrk sinn rétt. Að mínu viti eru mörg „Eigum að vinna því skilning meðal þjóða hvað við erum að gera í íslenskum sjávarútvegi" sóknarfæri Húsvíkinga fólgin í sam- einingu Fiskiðjusamlagsins og Höfða. Kaupin á Pétri Jónssyni RE sýna ljós- lega afl hins sameinaða fyrirtækis." Ný lög um samningsveð hjálpuðu til Á vordögum samþykkti Alþingi ný lög um samningsveð. Þau voru ein forsenda kaupanna á Pétri Jónssyni RE. Fiskiðjusamlaginu var gert kleift að taka hagstæð lán með öruggu veði í öflugu skipi og þeim mikla kvóta sem því fylgir. Einar segir að helstu veikleikar Fiskiðjusamlagsins hafi snúið að efnahag fyrirtækisins og skuldum en eftir kaupin á Pétri Jónssyni RE sé samsetning lána mun hagstæðari og lánstíminn lengri.". „Við erum sem sagt ekki að auka heildarskuldir. Hins vegar batnar veltufjárhlutfall FH úr einum í um tvo. Þetta þýðir að efnahagsstaða FH batnar og þó mönnum hafi í byrjun þótt fjárfestingin mikil þá kom í ljós að fyrirtækið styrkist verulega og það skiptir hluthafanna auðvitað mestu máli," segir Einar. íslendingar eiga ekki að hræðast alþjóðlega umræðu um sjávarútvegmál Þótt Einar Svansson sé ungur að árum hefur hann starfað lengi í sjávarútveg- inum og fylgst glöggt með því sem í greininni hefur verið að gerast. í 16 ár starfaði hann hjá Fiskiðjunni á Sauðár- króki og síðustu 9 árin sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Þegar talið berst að umræðunni í þjóðfélaginu um sjávarútveginn og útgerð, og þá sérstaklega þeim gagnrýnisröddum að íslendingar gangi ekki nægilega vel um auðlindina segir Einar að vissulega megi finna slæm dæmi en því megi heldur ekki gleyma að íslendingar standi framarlega í þróun veiðarfæra sem bæti umgengni. Þar á hann til dæmis við smáfiska- og smárækjuskilj- urnar. „Það er margt sem bendir til þess aö við séum að bæta okkur og við eigum ekki að óttast umræðuna heldur vinna því skilning sem við erum að gera. Skiljurnar velja frá fiska sem eru veiðanlegir og það er að mínu mati framtíðin að hægt sé að velja úr fisk- inn í sjónum þegar hann er lifandi. Mín niðurstaöa er því sú að við erum að gera góða hluti en kynningarstarfið hefur hins vegar ekki verið nógu gott. Ég tel að menn eigi að setja sér mjög háleit markmið og stefnan á að vera sú að íslendingar stundi sjálfbær- ar fiskveiðar sem ekki er hægt að finna neitt að út frá umhverfislegum sjónar- miðum. Okkar hafrannsóknir og ráð- leggingar eru byggðar á sjálfbærum grunni og ef veiðarnar þróast líka í þá átt í framtíðinni þá munum við Is- lendingar áfram verða í fremstu röð. Ég segi óhikað að við eigum að vera óhræddir að taka þátt í samstarfi með ÆGIR 1 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.