Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 7

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 7
Skyndileg verðlækkun Kanadamanna á grásleppuhrognum olli smábátasjómönnum miklum áhyggjum: Talsmenn smábátasjómanna til viðræðna við Kanadamenn Fregnir nýverið um skyndilega lækk- un á verði grásleppuhrogna í Kanada, eða um sem nemur 30%, komu illa við íslenska smábátasjó- menn enda hafa þær þjóbir sem grá- sleppuveibar stunda borih saman bækur sínar um verðlagsmál og eng- ar forsendur virtust til lækkunar nú. Landssamband smábátaeigenda brást þannig við fregnunum að senda þá Arthúr Bogason, formann sambandsins og Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóra, til Nýfundnalands til að ræba við söluaðila og veiðimenn og afla skýringa á verblækkuninni. Örn Pálsson sagði í samtali við Ægi að svo virðist sem ein af ástæbunum fyrir verðlækkuninni hafi verið fregnir Tímaritið Ægir: Auglýsingadeild flytur í Lágmúla 5 Auglýsingadeild sjávarútvegstíma- ritsins Ægis hefur flutt sig um set í Reykjavík. Fyrirtækið Markfell ehf. annast auglýsingasöluna í blaðið og flutti fyrirtækið starfsemi sína í Lág- múla 5 nú um miöjan júnímánuð og er þar staðsett við hlið fyrirtækisins At- hygli ehf. sem er umsjónaraöili útgáfu- mála Fiskifélags íslands. Um leið og tilflutningarnir áttu sér stað breyttust símar Markfells og er vert ab vekja athygli auglýsenda í Ægi á nýjum símanúmerum. Þau eru eftir- farandi: Aðalsímar: 586-7711, 586-7712 og 586-7713. Bréfasími Markfells er: 586- 7714. um mokveiði á grásleppu við ísland en fyrir þeim er enginn fótur eins og sjó- menn þekkja. Vertíðin hér við land hefur verið svipub og í fyrra en ekki er annað að sjá en umboösmenn kaup- enda grásleppuhrogna í Evrópu hafi notað þetta atriði og fleiri til að að knýja fram verðlækkun í vibskiptum sínum við grásleppuhrognaverkendur í Kanada. „Undanfarin ár hefur verið stöðug- leiki á markaðnum í grásleppuhrogn- unum og þjóðirnar á svipuðu róli í verðum. Eftir þessa skyndilegu verð- lækkun hjá Kanadamönnum sendum vib til þeirra allar upplýsingar sem við höfðum um vertíðina hér en töldum síðan nauðsynlegt að fara á staðinn og upplýsa um verb, vertíðina hér heima og þróunina hjá öðrum. Ég tel að þetta hafi skilað þeim árangri að verðin muni ekki lækka enn frekar en það voru vissulega blikur á lofti um það," sagði Örn. Hann segir að þetta verði ekki talið verðhmn þó verðlækkunin sé vemleg. Örn segir ab takist ekki að stækka markaðinn þá megi reikna meb meiri birgðum í upphafi vertíðar á næsta ári en vom í ár. Reikna verði með um 35 þúsund tunna heildarveiði hjá þjóðun- um í ár. „Þab versta við svona uppákomu er að sumar verksmiðjur sem vitað er um, t.d. í Danmörku og Þýskalandi, sitja um alla svona bresti í markaðnum og kaupa þannig mikið magn þegar verð- lækkanir koma. Með slíku er hægt að hafa hrikaleg áhrif á þennan markað sem er mjög viðkvæmur. Af þeirri ástæbu höfum við hjá Landssambandi smábátaeigenda beitt okkur fyrir að halda utan um markaðinn. Það höfum við gert allt frá því árið 1989 með því að halda fundi einu sinni á ári með fulltrúum allra veiðiþjóbanna, fram- leibenda og markaösmanna til að meta stöðuna og ræba um æskilega veiði og verð," sagði Örn. Eftir fundinn á Nýfundnalandi var gefinn út sameiginleg yfirlýsing Lands- sambands smábátaeigenda og samtaka framleiðenda á grásleppuhrognum. Til- gangur yfirlýsingarinnar er fyrst og fremst sá að sýna að hagsmunaaðilar á íslandi og í Kanada hafi borið saman bækur sínar í þeim tilgangi ab verjast frekari verðlækkunum á hrognum. í yfirlýsingunni er til að mynda vitnaö til orða formanns Landssambands smábátaeigenda að svo virðist sem reynt sé ab nota veiðimenn og framleiðendur á Nýfundnalandi sem beitur í blóðugu kavíarstríði í Evrópu. A IIII miin RAFMÓTORAR Stærðir: 0,18-900 kW Jf JOHAN RÖNNING HF slmi: 568 4000 - http://www.ronning.is ÆGIR 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.