Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 43

Ægir - 01.06.1997, Blaðsíða 43
Áhrifin af góðri veiði smábátanna munu koma fram á næsta ári: Lögin refsa mönnum á næsta ári fyrir góðan afla í ár Mjög góö vei&i er hjá smábátunum um þessar mundir og næsta augljóst aö hún muni veröa til þess að dögum hjá þeim sem eru í sóknardagakerfinu fækkar á næsta ári. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda, segir að síðla sumars verði óskað eftir viðræðum við sjávar- útvegsráðuneytið um málefni smábátasjómanna og ítrekuð sú krafa sem sett var fram þegar sóknardagakerfið var smíðað í fyrra að tryggja lágmarksdaga- fjölda - ella geti orðið um verulega fækkun báta að ræða. Beðið verður með viðræður þar til í ljós kemur hver heildaraflinn verður eftir sumarið og einnig þarf að sjá hversu margir sækja um úreldingu þannig að sjá megi út í hversu stóran bátaflota stefnir á næsta ári. „Við áttum viðræður við sjávarút- vegsráðherra í vetur um að bæta stöðu aflamarksbátanna sem standa mjög höllum fæti í kvótakerfinu. Vissulega hafa úthlutanir úr jöfnunarsjóði kom- ið flestum þessara aðila vel en þegar línutvöföldun var afnumin var enn meiri ástæða til frekari leiðréttingar. Við óskuðum eftir við ráðuneytið að það beitti sér fyrir að breyta lögum þannig að þau 500 tonn sem Byggða- stofnun hefur til ráðstöfunar fyrir krókabátana fari til smábáta á afla- marki. En því miður taldi ráðuneytið sig ekki geta orðið við því, þrátt fyrir að þetta væri samþykkt frá aðalfundi Landssambands smábátaeigenda en það eru eingöngu félagar í því sem eru með þennan afla. Ég get því ekki ann- að en sagt að þessi afstaða ráðuneytis- ins kom á óvart og olli vonbrigðum/' segir Örn Pálsson. Eftir að ljóst var að ekki næðist fram breyting á þessu atriöi var ákveð- ið að reyna að tryggja jöfnunarsjóðinn í sessi og reyna að stuðla að því að stærri hlutur sjóðsins fari til smábát- anna. í gegnum þennan sjóð fara 5000 tonn til úthlutunar á bátaflotann og er hámarksúthlutun á bát 10 tonn. „Þessum viðræðum er ekki lokið og við bindum vonir við að hægt verði að ná fram lagfæringum fyrir okkar aflamarksbáta," sagði Örn. Færri sóknardagar vegna góðrar veiði Örn segir að þeir sem hafi góðar heim- ildir í þorski njóti sannarlega aukning- arinnar í heildarveiðinni sem nýverið var ákveðin. Á hinn bóginn þurfi að hafa í huga að viðmiðun á bak við sóknardagakerfið sé svo lág að hin góða veiði sem verið hefur að undan- förnu valdi því að sóknardögum fækki á næsta ári. „Já, þeim mun að mati ráðu- neytisins fækka stórlega á næsta ári vegna þess hversu mikill aflinn hefur verið núna. Trúlega verða sóknardag- arnir í línu- og handfærakerfinu eitt- hvað undir 30 á næsta ári og við mun- um reyna að ýta undir að stjórnvöld komi í veg fyrir að fækkun daganna verði eins mikil og núna stefnir í. En áður en við fömm í viðræður þá ætl- um við að sjá hver aflinn verður og hversu margir nýta sér greiðslu úr Þróunarsjóðnum en umsóknarfrestur er til 1. júlí þannig að hægt sé að gera sér betur grein fyrir stærð hópsins sem ætlar að halda áfram á næsta ári," sagði Örn og bætti við að líklegast muni fækkun dagana í handfærakerf- inu ekki verða jafn mikil. Örn segir að Öm Pálsson, framkvœmdastjóri Lands- sambands smábátaeigeinda, segir að setja þurfi lágmark í dagafjölda í sóknardaga- kerfinu til að tryggja lágmarsafkomu þeirra sem íþví em. í viðræðum við sjávarútvegsráðuneyt- ið í fyrra, þegar sóknardagakerfin vom smíðuö, þá hafi smábátamenn sett fram þá kröfu aö sett verði lágmark á dagafjölda þannig að lágmarkslífsaf- koma verði tryggð fyrir þá sem róa eft- ir þessu kerfi. „Tuttugu og fimm sóknardagar er einfaldlega of lítið og þess vegna ger- um við kröfu til þess að lágmark verði á dagafjöldanum en það verður svo að koma í ljós hvaða útkoma verður úr viðræðunum." Stundum er það máltæki notað að ekki sé á vísan að róa en fáir nota það á sjó í dag, í það minnsta ekki um þorskgengdina. Dæmi eru um hand- færabát sem hafði 2,2 tonn að meðal- tali í róðri eftir 16 róðra og það sýnir glögglega það sem menn eru sammála um að meira sé af þorskinum en und- anfarin ár. ÆGIR 43

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.