Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 35
31
Þegar búið var að ráða gáturnar, og lífsferill dýrsins þektur,
mátti fara að gera uppástungur til þess að varna því, að mann-
eskjur og dýr veiktust af sullaveiki, sem væru bygðar á svo
traustum grundvelli, að ráðstafanir yrðu gerðar af hálfu hins
opinbera.
í skýrslu um ferð sína til íslands, sem Krabbe sendi
dómsmálastjórninni liaustið 1863, stingur hann upp á því,
1) að reynt sje að fækka hundum á íslandi, annaðhvort
með því að láta hreppstjóra ákveða, hve marga hunda hver
megi halda, svipað og tíðkast hafði í Færeyjum og gefist þar
vel, eða með því að leggja skatt á alla hunda á landinu.
2) að skrifað sje alþýðlegt kver handa íslendingum, og
því dreift út uin landið, og skýrt þar frá, hvernig sullaveiki í
mönnum og skepnum stafi frá hundum, og hvaða varúðar-
reglum sje skynsamlegt að beita til þess að forðast veikina.
Krabbe varð samt ekki fyrstur til að leggja íslendingum
varnarráð gegn sullaveikinni. Eins og áður var drepið á, hafði
Kúchenmeister lireyft því máli, en bæði var, að þá var ekki
full sönnun fengin að öllu leyti fyrir því, hvernig manneskjur
fengju veikina, enda hann ókunnugur landsliátlum.
Auk þess hafði enskur læknir A. Leared ferðasl um landið
1862 og ofboðið, hve algeng sullaveikin var. Hann ljet prenta
grein eftir sig í íslenskum dagblöðum1), ber Hjaltalín fyrir
því, að fimti hver maður á íslandi deyi úr sullaveiki, og setur
fram tvær varúðarreglur: 1. að sjá um, að hundar fái ekki að
jeta sulli, 2. að hreinsa hunda af bandormunr með Kamala-
dufti. Þetta er aðalatriðið í hans augum og hann vill, að það
sje lögboðið eins og bólusetning. Jón Hjaltalín lætur grein hans
i Þjóðólfi fylgja þá athugasemd, að ráðin sjeu raunar góð, en
liann »uggir að úrræði það, sem stungið er upp á, muni reyn-
ast torsótt til framkvæmda«.
Eftir íslandsferð Krabbe hafa íslendingar sjálfir haldið
áfram ráðstöfunum og ritum um sullaveiki, og útlendingar
hafa ekki þurft að annast það, en íslendingar hafa alla tíð
notið góðra ráða Krabbe í baráttunni gegn veikinni.
1) A. Leared: Athugasemdir um sullaveikina á íslandi. í Þjóðólfi
XV. árg. bls. 33—34 og í íslendingi III. árg. bls. 105—106 (1862).