Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 42

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 42
38 að þar var um missj'ningar að ræða, því hann lætur það mál falla niður, og prentað er ekkert til eftir hann um það efni. Ekki er heldur gott samræmi í því, sem hann skrifar um einkenni veikinnar. í skýrslu sinni fyrir árið 1867 skrifar hann: ». . . det er . . . ganske vist at Echinokoksygdommens Tilstedeværelse vil ofte, endnu forend Cysten kan foles ved den udvendige Exploration, kunne diagnosticeres af en i Be- handlingen af denne Sygdom erfaren Læge, thi Sygdommens Begyndelse er uden Undtagelse ledsaget af temmelig konstante meer eller mindre tydelig fremtrædende Lidelser i Almenbe- flndendet«. Það er vonandi, að hann hafi ekki kent lærisvein- um sínum þess konar reglur, því að hætt er við, að töluverð óreiða yrði á greiningu þessa sjúkdóms frá öðrum með því lagi, enda talar hann bæði i skýrslunum fyrir 1868 og 1870 um að greiningin sje erfið, og liætt við að menn villist á sulla- veiki og öðrum sjúkdómum. Hinir aðrir eldri læknarnir virðast hafa verið tregir til að fallast á kenningar Krabbe, og Hjaltalín hefur sennilega rjett fyrir sjer í því, sem hann minnist á hvað eftir annað í skýrsl- um, sinum, að Gísli Hjálmarsson, Jósef Skaftason og Skúli Tliorarensen hafi talið veikina arfgenga. Skýrslur Gísla eru nú glataðar flestar. Skúli var ekki margorður í skýrslum sínum, svo ekki er að marka, þólt þess sje ekki getið þar, en Jósef Skaftason (Iæknir 1837 —1875) minnist á það hvað eftir annað og síðast 1865, og gerir sjer mikið far um að sanna, að svo sje. En honum yfirsjest í þvi, eins og hinum, að gæta þess ekki að öll dæmi hans má vel samrýma einnig við það, að sullir stafi frá hundum. Eftir hann eru engar skýrslur til frá fyrstu árunum, en síðar skrifar hann oft mikið um veikina, og í skýrslu lians fyrir árið 1848 er langt mál og skynsamlegt um gang veikinnar og einkenni, og livað eftir annað lýsir hann krufningum, sem liann gerði á sullaveikis- líkum. Frá þvi Jónas Jónassen (læknir á íslandi 1868 — 1910, land- læknir 1895 — 1906) kemur til landsins 1868 og fer að kenna Iækna- efnum og prjedika nýju kenninguna, bólar ekki á neinum efa bjá læknunum, nema Hjaltah'n einum. Hans verður ekki heldur varl hjá þeim læknum, sem Hjaltalín einn kendi og útskrifaði. Auk þeirra athugasemda um sullaveikina, sem eru dreifðar í skýrslum íslenskra lækna, eru til prentaðar ritgerðir eftir nokkra þeirra á íslensku og útlendum málum. Á íslensku hefur Htið

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.