Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 58
54
enda hafði hann stundum látið brenslulyfið liggja við heilan
sólarhring(l) og beið ekki þess að samvöxtur væri kominn, en
skar eða stakk áður inn í sullina, og þá var ekki að því að
spyrja, hvernig fara mundi. Annars virðist Hjaltalín ekki heldur
í þessu efni hafa skilið, hvernig snmvöxtur myndaðist, því að
hann segir1) að ekki sje von til að kali causticum geti valdið
samvexti, þar sem það uppleysi eggjahvítuefni!
Hins vegar hafði Finsen tekið svo miklu ástfóstri við
þessa aðferð, að það var um of. Hann leit svo á, að- brenslu-
aðferðina mætti nota æfinlega þar sem ástunga gæti komið til
mála, en það er bersjmilegt, að brensla er allsendis ógerleg við
sulli innan rifja, en ástunga ekki. Jón Finsen lifði það, að
farið var að nota skurði í 2 atrennum, en svo liafði hann
einblínt á kosli brensluaðferðarinnar, að honum fanst ekki
sú aðferð standa þessari nj'ju að baki. En slíkt er algengur
breyskleiki.
c. Skurðaraðferðir.
Það verður naumast kölluð lækningaraðferð við sullum,
þótt læknar endrum og eins skæru í graftarsulli, sem voru að
því komnir að gera út, og voru því eins og hvert annað kjdi.
Dæmi sliks íinnast bæði í útlöndum og liltölulega snemma á
íslandi, einnig frá þeim tíma, er menn þektu ekki sulli i raun
rjettri, en álilu að sullaungarnir hefðu orðið til eflir á í grefti.
Þannig er að framan minst á frásögn Jóns Thorslensen 1840,
og Gísli Hjálmarsson getur þess 18472), að það ár liafi hann skorið
í 2 sulli, sem voru að gera út milli rifja. þess konar slcurðir
urðu að liði, en það var ógerningur að nota skurðaraðferð við
lausa sulli tneðan menn kunnu ekki sótthreinsun sára. íslensk-
um læknúm verðum sjaldan gefið að sök, að þeir hafi verið
of djarfir, t. d. segir Schleisner,3) að hann hafi talað við
nokkra sullasjúklinga, sem læknar höfðu geíist upp við, en
skottulæknar læknað síðar með skurðum, sem stundum voru
hrottalegir. Þetta er gamla og nj'ja sagan um fífldirfsku fá-
viskunnar, sem ekki hræðist, af því hún veit ekki hvað er að
óttast. Jón Hjaltalín lætnr þess gelið, að hann liafi stundum,
ef illa tæmdist gegnum áslunguhólkinn, rist út úr gatinu með
hnif, og hann virðist einnig hafa skorið inn eftir brenslu áður
1) Ársskýrsfa fyrir 1868. Landsskjalasafn.
2) Ársskýrsla. Landsskjalasafn.
3) 1. c. Bls. 15.