Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 51

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 51
47 U. Lœkningar. Auðvitað hafa verið viðhafðar lækningartilraunir frá því læknar fóru fyrst að stunda sullasjúklinga, svo lijer á landi sem annarstaðar, en verulega liugmynd um meðferðina og árangur hennar er ekki unt að fá á því tímabili, þegar veikin var illa eða alls ekki greind frá öðrum sjúkdómum. Frá þeim límum er Iítið að græða á skýrslum íslenskra lækna í þessu efni. Víða má finna vott þess, alla leið fram undir lok 19. aldar, að svo lærðir sem leikir hafa ekki borið golt traust til lækningartilrauna við veikinni. Þannig segir Eschricht 1854 (í fyrstu ritgerð sinni): »Hydatidesygdommen er og bliver en hojst betænkelig og livsfarlig Sygdom, paa hviiken Kon- stens Hjælp i Reglen er uden væsentlig Indflydelse«. Krabbe segir 1862, að sullaveikin sje »en Lidelse der en Gang opstaaet i Reglen forst ender med Doden«. Schierbeck skrifar 18891): »Þótt svo sje, að læknislistin eigi stöku sinnum góðum og fögr- um sigri að hrósa í viðureign sinni við veiki þessa, þá er og verður liitt þó miklu tíðara, að hún fær engu við ráðið, og mun aldrei fá neinu við ráðið«. Þetta er alvara hans og ekki skrifað í þeim tilgangi að hræða alþj7ðu til þess að gæta betur varúðarreglna gegn veik- inni; það má sjá á því, að hann skrifar sama ár í skýrslu til heilbrigðisráðsins2), að »al Rehandling af disse Patienter i et stort Antal Tilfælde er en Umulighed«. Slíka svartsýni mundu fáir læknar undirskrifa nú á dögum, en þá var sama álit Ieik- manna. Þannig stendur í Þjóðólfi 1889: »Þegar sagt er um einhvern, að hann sje sullaveikur orðinn, bregður mönnum; þeir hafa það á tilfinningunni, að sá, sem fyrir þessum sjúk- dómi hefur orðið, sje dæmdur til dauða«. Jeg mun nú leitast við að sýna, hvernig lækningartil- raunirnar hafa breytst lijer á landi, og er það ekki unt nema minst sje nokkuð um leið á breytinguna í öðrum löndum, því aðfengnar eru aðferðirnar. Þess er fyrst að geta að eðlilegast er að skifta lækningar- aðferðunum í 2 flokka: lyflækningar og handlækningar. 1) ísafold XVI. ár, bls. 133. 2) Landsskjalasafn.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.