Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Blaðsíða 24
20
hluti af dýrinu, heldur mynduðust utan um hausana, t. d. við
það að eggjahvíta úr líkamanum hlypi (Livois, 1843)1).
Verulegt skrið komst ekki á leiðrjettingar á öllum þessum
villum fyrri en eftir 1850.
Hjer á landi er ekkert prentað um sullaveiki á þessu
límabili, en 20. desember 1803 var með Kansellíbrjeíi heimtað
af öllum læknum, að þeir gæfu árlega skýrslu um sjúklinga,
sem þeir hefðu til meðferðar, og sendu þær til landlæknis og
hann til Kaupmannahafnar. Þessu virðist hafa verið misjafn-
lega hlýtt hjer á landi, en lil er hraíl af þessum skj'rslum frá
læknum á íslandi og ársskýrslum landlæknanna til heilbrigðis-
ráðsins i brjefabókum þeirra.2) I’etta er það eina, sem unt er
að styðjast við, og þó það sje ekki mikið, má tvent af því
ráða: 1. að sullaveikin hefur verið til í öllum landsfjórðung-
um, og, að minsta kosti sumstaðar, mjög algeng, 2. að ís-
lenskir læknar liafa allan þennan tíma lagt alla áhersluna á
lifrarveikina. Nálega altaf tala þeir 1 þessum skýrslum um
»hepatalgia«, »hepatalgia infarctus«, »infarctus hepatis«, »ob-
structio liepatis«, »obstructiones viscerum«, »indurationes vis-
cerum«, »Leverforhærdelse«, »Leverforstoppelse«, sjaldnar »he-
patitis«, og einstaka sinnum bregður fyrir orðinu »hydatides«,
einkum hjá Oddi Hjaltalin (læknir 1808—1840, setlur land-
læknir 1816—1820). Það er einkennilegt, að Oddur hefur sama
árið (1828) í sjúklingaskrá sinni 5 af þessum sjúkdómanöfnum,
og verður ekki sjeður neinn vottur þess, hvernig hann hafi að-
greint þau, eða hvort það er af handahófi.
Það má heita, að engir læknarnir skrifi neitt um veikina,
nema nefna hana þessum nöfnum, að undanskildum Oddi Hjalta-
lín og Jóni Thorslensen. Oddur virðist hafa haft sömu skoðun
á henni og Bjarni Pálsson. Þannig skrifar hann í skýrslu sinni
1817: »Hepatalgia infarctus er meget almindelig i Island. Den
haver som oftest i Folge med sig Obstruclion i de ovrige Un-
derlivels Kiertler og saaledes foraarsager den en Mængde Syg-
domme, som deraf kan have sin Oprindelse, men i Særdeles-
hed Ascilem, Icterum, Menostasiam og Hæmorrhoides.«
Orsakir þessa sjúkdóms telur hann óhentugt viðurværi,
raka og vosbúð, og álítur hann færasl í vöxt ár frá ári.
Jón Thorstensen (landlæknir 1820—1854) getur veikinnar
nálega i hverri ársskýrslu, og gelur þess 1822, að obstruclio
1) Sbr. Rasmussen (1. c.) og Vierordt (1. c.).
2) Landsskjalasafn,