Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Blaðsíða 61
57
og lagði loks inn kera. Það er sannast að segja, að áðnr en
lýsingin á aðferð Lindemanns sást á prenti, skýrði SángerL) frá
einum sullskurði í einni atrennu, sem hann hafði gert, og
saumað sullinn alt i kring við magálinn áður en hann risli í
hann, en saumsporin Ijet hann ná alveg inn í sullhol. Þó hefur
aðferðin aldrei verið kend við hann. Síðan hafa ýmsir gert til-
brigði af aðferðinni, einna fyrstur Landau, sem skrifaði fyrstu
ritgerð sína 1880*), en margar síðar. Ekki ber heldur lýsingum
hans öllum vel saman, og virðist hann því hafa breytt til;
hann segist, í fyrstu ritgerðinni, hafa farið eftir Lindemanns
aðferð, en síðar hefur liann gert sjer mikið far um, að aðferðin
væri kend við sig. Þetta hefir tekist að því leyti, að nú er jafn-
aðarlega lífhimnurista með sullskurði í einni atrennu, og opnu
holi á eftir, kölluð Lindemann-Landaus aðferð. Hann liirðir
ekki um að festa j'tra lífhimnublaðið við skinnið, dregur saum-
þræði gegnum sullbelginn, inn í sullholið, til að toga fram belginn
smámsamari, þegar linast við úttæming gegnum áslungu; sker
síðan gat á sullinn, þegar búið er að toga belginn fram, saumar
barmana við skinnið, og leggur inn kera. Tilbreytingin er því
ekki mikil frá hinni aðferðinni, ekki eins mikil og hjá Sánger,
en sameiginlegt er það öllum, að barmarnir á belgskurðinum
eru saumaðir við magálinn, en slíkt er ekki gert með Volk-
manns aðferð. í þessum myndum, sem lýst hefur verið, full-
nægja þær ekki þeim kröfum, sem nú eru gerðar til þess að
varna því, að nokkuð úr sullinum komist inn í kviðarholið;
það er auðsætt, að fram með saumnum í sullbelgnum
getur vætlað vökvi, og þessi aðferð, að draga fram belg-
inn, er ekki fyllilega tryggileg. En þess er að gæta, að fæstir
óttuðust þá svo mjög útsæði sem síðar, og nú nota menn
samfara skurði í einni atrennu aðrar varúðarreglur í þessu
skyni, án þess það sjeu talin sjerstök afbrigði eða kend við
neinn. Það er ekki tilgangurinn að fjölyrða á þessum stað um
kosti og lesti aðferðanna eða viðhafa nákvæman samanburð í
því skyni, heldur að eins að gefa stult yfirlit yfir tilbreyting-
ar og framfarir. Þó má geta þess að Volkmanns aðferð er
hvorttveggja í senn, vandaminni og fullt svo tr}'ggileg í höndum
viðvaninga og þeirra, sem ekki eiga mikillar aðstoðar kost,
1) Sángcr: Zur operativ. Behandl. d. Abscesse und Hydatiden d.
Leber., (Berl. klin. Wochenschrift 1877, No. 12.)
2) L. Landau: Zur operativen Behandlung d. Echinococcen d.
Bauchhöhle. (Berl. klin. Wochenschrift 1880, No. 7.)
8