Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 59
55
en samvöxtur var kominn, enda segir hann að Leared hafi
þólt aðfarir sínar djarllegar, og var það ekki um skör fram,
eftir þessu að dæma.
Það verður ekki lijá því komist að drepa á uppruna
skurðaraðferðanna erlendis, áður en reynt er að rekja sögu
þeirra lijer á landi.
Erlendis ráku læknar sig brátt á það, hve hætlulegir
reyndust skurðir lil sulla, ef þeir voru ekki vaxnir við þar sem
skorið var, og Bégin, frönskum lækni, hugkvæmdist 1830’) að
mynda samvöxt með því að skera inn úr ytra lífhinmublaðinu,
og bíða þess, að við ertinguna af umbúðunum yxi það við
innra blaðið, ulan um sullinn. Ýmsir ritliöfundar segja, að Bégin
hafi ekki skorið í fyrri atrennunni nema inn að ytra lífhimnu-
blaðinu, en þetta mun vera ranghermi. Hjer cr ekki unt að ná
i sjálfa ritgerð hans, en áreiðanlegir höfundar segjast liafa sann-
færl sig um, að hann hafi skorið inn úr ytra blaðinu. Sumir
eigna Récamier þessa tilraun, þeim hinum sama, sem fann upp
brensluaðferðina. Þetta var merkileg uppgötvun, en hún var
ólímabær, vegna þess að menn kunnu þá ekki að varna bakle-
ríum að komasl að og valda banvænni lífbimnubólgu; þelta
reyndist þvi hættulegt og fjell brátt niður. Næstu tilraun til
að mynda samvöxt áður skorið væri gerði Simon1 2 *), þ5?skur
læknir, 1866. Hann hafði reynt Bégins aðferð, en mist sjúk-
linginn, og var aðferð sú, sem hann fann upp, í því fólgin að
gera tvær áslungur með stultu millibili, lála hólkana Iiggja inni
nokkra daga, og skera siðan sundur holdbrúna milli þeirra. Ekki
reyndist þessi aðferð vel; samvöxturinn var einalt ólraustur og
varð aðferðin því ekki langæ, enda hafði hún auðvitað auk
þess )7nisa ókosti, þá sem loða við allar ástungur. Simons að-
ferð virðist ekki hafa verið reynd hjer á landi, en Hjaltalín
getur þess (í ársskýrslu f. 1868), að sjer lítist betur á hana en
brenslu, og bjTst við að reyna hana. Nokkruin árum síðar(1876)
fann Volkmann, þýskur læknir, að nýju Bégins aðferð; að minsta
kosli Iætur hann þess ekki getið, að liann liafi þekt hana. En
þá var orðin stórmikil breyling á handlækningum; þá var Listers
aðferð farin að ryðja sjer til rúms, og hún gerði það fært og
skynsamlegt, sem áður hafði verið fífldirfska. Annars virðist
1) Tekið eflir Poulet: Kystes hydatiques du foie. (Revue de Chi-
rurgie 1886J. Par segir, að ritgerðin eftir Bégin sje i Journal lieh-
domadaire T. I.
2) Simon: Mittheilung aus der chirurgischen Station des Kranken-
hauses zu Rostock. (Deutsche Klinik 1866.)