Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 29

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 29
25 honum ekki komið til liugar að bera hana saman við lifrar- veikina í heitu löndunum, sem er alt annars eðlis. ~V. Rannsólmir litlending’a á eöli snlla- veikinnar og afsliifti þeirra af snlla- r veikinni á Islandi. Með konungsbrjefi 12. mars 1847 var Schleisner, danskur læknir, sendur til íslands til þess að grenslast eftir orsökum ginklofans í Veslmannaeyjum og til þess að athuga heilbrigðis- mál landsins yfirleitt. Hann dvelur 15 mánuði hjer á landi, ferðast um landið og skrifar merkilega bók.1) Þar skrifar hann um það, hve algeng lifrarveikin sje á íslandi, algengust af öllum sjúkdómum, því að 6. hver sjúklingur, sem hann sá á íslandi, hafði þessa veiki. Sclileisner gerir meira en að flytja frjettir af lifrarveikinni íslensku til Danmerkur. Hann sýnir fram á, að lijer sje að ræða um sjúkdóm, sem ekki sje bundiun við lifr- ina eina, og að sullir sjeu dýr: »Den saakaldle Leversygdom, soin paa Islandsk benævnes meinlœti, lifrarveiki eller tifrarbólga, er egentlig ingen Leversjrgdom, inen universel Hjrdatidesygdom. Det er ikke alle Lægerne paa Island, som liave den rigtige An- skuelse om denne Sygdom. Jeg skylder Landphysikus Thor- stensen og navnlig Distriktslæge S. Thorarensen den retle Op- lysning herom« (bls. 4). Af þessu má sjá, að einstaka íslensk- ur læknir hefur í rauninni vitað betur en virtist eftir skýrslum þeirra. Þannig nefnir Schleisner t. d., að Skúli Thorarensen hafi oftar en einu sinni krufið lík sullasjúklinga, en um slíkt er alls ekki getið í skjrrslum hans, eftir því sem Schleisner segir. Fyrsta skýrsla Skúla, sem nú er til hjer, er skrifuð 1847. Fyrir vitneskjunni um dýrseðli sullanna ber Schleisner engan íslensk- an lækni: »Ved nærmere at undersöge Structuren af disse Hy- dalider, fandt jeg, at det var den samme som Rokitansky be- tegner som den Laénnecske Lever-Acephalocyst« .... »denne Sygdom er en universel og ikke en til Leveren alene indskræn- ket Entozoedannelse« (bls. 12). Hann skýrir frá sjúkdómslýs- ingunni, sem Thorstensen hafði sett í skýrslu sína 1840, og getið 1) P. A. Schleisner: Island undersogt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt. Khavn 1849. Fyrri hluti bókarinnar kom einnig út sjer- stakur sem doktorsritgerð: Forsag til en Nosographie af Island. 4

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.