Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Qupperneq 36
32
VI. Undirtektir lækna á Islandi og
starísemi þeirra.
Rannsóknir Schleisners á sullaveikinni á íslandi brutu
ekki svo mjög bág við hugmyndir íslenskra lækna, að vænta
mælti andmæla, enda komu þau hvergi fram. Hins vegar voru
þær nægilega víðtækar, þótt þær fengjust ekki við orsakir
veikinnar, til að vekja athygli þeirra, enda má sjá þess greini-
legan vott í skýrslum þeirra næstu árin. Upp frá þessu er
veikin nálega æfmlega nefnd »hydatides«, en slíkt hafði áður
verið undantekning. Svo er t. d. um Jón Thorstensen þau fáu
ár, sem liann átti þá eftir, og hann skrifar meira um hana en
mörg undanfarin ár. Þannig skrifar hann 18481):
»Den her saa almindelige Underlivssygdom med opsvul-
met llnderliv, der som oftesl bestaar i en Mængde Hydatider,
der sætte sig fast ligesom Muslinger paa Pæle paa Leverens
forreste, ofte ogsaa bageste Flade, og undertiden er hele Tarm-
nættet opfyldt med den, og de ere som sammenhængende Kla-
ser, der ofte fylder Underlivshulen og trænge Tarmene sainmen
og tilbage, og Patienterne seer tykkere ud end höjt frugtsom-
melige Koner; undertiden er Leverens Substans indureret, un-
dertiden slet ikke....«
Sannfæringin um, að sullirnir sjeu dýr, knýr hann (1849)
til að reyna nýja lækningaraðferð, sem síðar verður sagt frá.
1851 lælur hann í Ijósi2), að hann sje sannfærður um, að
veikin gangi oft að erfðum, og telur hana liafa færst í vöxt,
síðan hann tók við embælti. 1852 segist hann hafa sjeð dreng
hósta sullum upp úr lungum, enda hafi hann oft sjeð það
áður, en hvergi hef jeg fundið þess getið í fyrri skýrslum hans.
Gisli Hjálmarsson getur þess í ársskýrslu fyrir 18473), að
hann hafi talað við Schleisner, og hefur alllangan kafla um
veikina og telur liana hafa færst í mjög í vöxt vegna misling-
anna árið áður, en líklegt er, að þetta standi í sambandi við
þá skoðun hans, að sullir stöfuðu jafnaðarlega af brjósthimnu-
bólgu. Ári síðar segir hann meðal annars:
»Selvstændige Bevægelser i disse Svulster troer jeg man
vil neppe kunne opdage, ejheller den ormformede Snabel, som
1) Brjefabók. Landsskjalasafn.
2) Brjefabók. Landsskjalasafn.
3) Landsskjalasafn.