Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 74

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 74
70 að gera sjer grein fyrir þvi, hvort veikin sje í rjenun eða standi í stað. Með því móti má fá hugmynd um, hvort tilraunir þær, sem Iæknar og stjórnarvöld hafa haft í frammi til að draga úr veikinni, hafi heppnast. Þetta verður ekki sjeð af neinu öðru betur en skýrslum Iæknanna eftir 1896. Að jeg miða við þetta ár kemur til af því, að Jónassen var þá kominn í landlæknissess, og ljet sjer mjög ant um að fá hjá læknunum vitneskju um alt, sem að sullaveiki laut, og ámálgaði það við þá í brjefum sínum. Fyrir hans daga hafði landlæknir að vísu heimtað skýrslur um landfarsóttir, og sent þeim prentuð eyðublöð í því skyni, en á þeim er sullaveikin ekki talin. Auk þess höfðu »auka- læknarnir« sjaldnast gefið neinar skýrslur. Síðan Guðmundur Björnsson varð landlæknir liafa sullir verið teknir upp í land- farsóttaskrána, og er því miklu síður hætt við en áður, að læknum gleymist að gela þeirra í skýrslum sínum. Skrá ijfir tölu siillasjúldinga á Islandi, sem hafa viijað lœknis. Ar Tala Ár Tala 1896 235 1904 80 1897 223 1905 81 1898 194 1906 105 1899 123 1907 82 1900 138 1908 85 1901 107 1909 80 1902 104 1910 69 1903 110 1911 68 Alliugascind. í þýsku ritgerð minni stendur lalan 235 fyrir árið 1897; það er rilvilla. Fá liafði ekki fundist nein samtalning fyrir árið 1902 í skjölum landlæknis, og mjer var þá ókunnugt, að skýrslur lækn- anna væru til í Landsskjalasafninu. Nú er talan tekin eftir þeim. Ann- ars eru tölurnar fyrir árin 1896—1900 teknar eftir prentuðum skýrslum í Landshagsskýrslunum og sömuleiðis árin 1905—1908. Jón Rósenkranz hefur gert mjer þann greiða að telja sullasjúklingana saman eftir mánaðarskýrslum lækna í skjalasafni landlæknis fyrir árin 1909—1911, og liafa komið fram skýrslur siðan þýsku ritgerðinni var lokið, sem hækka töluna 1911 um 6. Jeg skal ekki draga dul á, að í skýrslum læknanna um árin 1896—1904, sem eru i Landsskjalasafninu, eru tölurnar ekki þær liinar sömu og í prentuðu skýrslunum, og munar víða töluvert, æfinlega svo, að talan er lægri þar en prentuð er, og tölur settar stundum úr þeim hjeruðum, sem ekki er nefnd nein tala í skýrslunum. Litur þvi út fyrir, að Jónassen, sem samdi þessar skýrslur, liafi munnlega eða brjeflega fengið fyllri fræðslu en í aðalskýrslunum, cnda þótt þess sjáist ekki

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.