Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 65

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 65
61 mörg og merk rit1). Úr þcim er að mestu þetta tekið, sem lijer er sagt um tilraunir fyrirrennara hans. Hann hefur manna mest prjedikað um hættuna, sem sjúklingum geti staðið af þess konar utsæði, og bent á, hvernig það geti líka orðið í börm- unum á skurðinum, og komið njdr sullir í örið, ef þess sje ekki gætt vel að varast það, þegar skorið er til sulla, og lagt það ráð á að spýta inn í sullina, þegar skurður er kominn inn að þeim, en áður en skorið er í þá, formalínþynningu 1—2% (»formolage préalable«) og dæla hana út aftur eftir 2—3 mínútur; með því móti drepast hausarnir, og er þá ekki liætt við útsæði. Það er ekki að efa, að þetta er gotl ráð við óbyrjusulli, ungalausa. Nú mun mega fullyrða, að svo sje komið, að allir læknar þekki útsæðishættuna, og liagi verkum sínum eftir því, hvort sem þeir viðhafa þessa aðferð. Úað má því fremur öðrum þakka Dévé, að ástungur eru nálega lagðar niður. Eftir þennan langa útúrdúr víkur þá aftur sögunni til Is- lands og skurðlækninga við sullum lijer á landi. Hvaða aðferð Schierbeck (landlæknir á íslandi 1882 —1894) hafi haft við sullaveiki er ekki auðvelt að segja með vissu. Hann getur þess ekki í skýrsluin sínum til heilbrigðisráðsins; raunar skrifaði liann nokkrar greinar um lækningar og sjúk- dóma á íslandi2), en liætti því áður en hann hafði framkvæmt þá fyrirætlun, sem kemur fram í 1. og 3. greininni, að skrifa um sullaveikina. í þessum greinum getur hann þess, að árið 1883 hafi hann gert ástungu á 5 sullasjúklingum og brent 1 með plaiina candens. Sá sjúklingur dó eftir 10 daga úr líf- himnubólgu, og það er því ekki líklegt, að hann hafi haldið þeirri aðferð áfram. Af næstu grein má sjá, að hann hefur notað ástungu næsta ár, að minsta kosti á 1 sjúklingi; annað hef jeg ekki getað fundið eftir hann um þetta efni. Jeg tel engan efa á því, að hann mundi hafa getið þess, ef liann 1) F. Dévé: De l’echinococcose secondaire. Thése inaugurale. Paris 1901. Sami: Des greífes hj'datiques postopératoires. (Revue de Chi- rurgie Ocl. 1902). Sami: Les Kystes hydatiques du foie. Paris 1905. Sami: Traitement chiruigical moderne des kystes hydatiques. (Journal de Chirurgie, mai 1910). Ennfremur margar ritgerðir eftir sama i Comptes rendus de Société de Biologie 1901—1912. 2) Schierbeck: Bidrag til Islands Nosografi. (Hospitalstidende 1884 og 1885).

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.