Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 75
71
vottur í skjalasafninu. En einnig eflir þeim skýrslum eru tölurnar
fyrstu árin kringum 200, og fara lækkandi.
Af þessu má sjá, að samkvæmt þessum skýrslum liefur
'sjúklingum fækkað svo, að síðustú árin er ekki talinn nema
rúmur fjórðungur á við það, sem fyrst var, og fækkunin hefur
smáaukist á sama tíma og landsbúum hefur fjölgað úr 74000
upp í 85000.
Sú spurning vaknar eðlilega, hve mikið mark sje takandi
á þessum skýrslum.
Það væri eflaust rangt að álíta, að þessar tölur nái til
allra sullasjúklinga, ekki einu sinni til allra þeirra, sem hafa
sýnilega eða áþreifanlega sulli. En í mínum augum er það
ekki síður eílaust, að skýrslurnar eru hhitfallslega rjettar, þrátt
fyrir alla galla. Læknarnir eru auðvitað misáhugasamir með
þessar skjmslur sem aðrar, misnákvæmir, misglöggir á að
þekkja torskildar sjúkdómaflækjur, en ár frá ári brej'tisl slíkt
ekki til muna, sist svo að gallarnir fari vaxandi, öllu fremur
í hina áttina. Þess vegna má treysta þvi, að þessar tölur sýni,
að sullaveikin fer þverrandi, og það að mun siðustu 25 árin.
Það eru líkindi til, að fleiri sullasjúklingar komist nú í þessar
skýrslur en fj'rir 25 árum; læknum hefur fjölgað, og menn
eiga því ekki eins óhægt með að leita þeirra. Það tiðkasl
meira en á fyrri dögum, að Iæknar sjái -sjúklingana, og eflaust
knýr það nú fleiri sullaveika til að leita læknis en áður, að
meiri er von lækningar en þá. Þá er enn víst, að sumir sjúkl-
ingar eru tvítaldir í skj'rslunum; þeir eru taldir bæði í því
hjeraði, sem þeir piga heima í, og t. d. í Reykjavík, þar sem
skurður er gerður. Þetta vegur nokkuð upp á móti liinu, að
sumir komast ekki i neina skýrslu, af því veikinnar liefur
ekki orðið vart í þeim. Skýrslurnar ætlast til, að þeir einir
sjeu taldir, sem læknarnir sjá í fyrsta sinn, en komi sulla-
sjúklingur til læknis oftar en einu sinni, ef til vill á árabili,
þá er enginn efi á að sá hinn sami er einatt talinn tvisvar,
enda segja sumir læknar í aðalskýrslum sínum, að ekki haíi
allir sullasjúklingarnir verið »nýir«.
Skýrslurnar gefa auðvitað enga vísbendingu um það, á
hvaða stigi veikin sje í hverjum sjúklingi. Mín reynsla er sú,
að síðari árin (frá 1902) sjeu hlutfallslega langlum fleiri af
sullasjúklingum með gamla sulli en fyrir þann tíma; síð-
ustu árin sje jeg mestmegnis æfagamla sulli. Þetta hendir