Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Qupperneq 8
4
»kveisusullur« undir hendi, sem bersýnilega er kýli (sbr.
»kveisunaglinn«, sem kom út úr ígerðinni á fæli Þórballs Ás-
grimssonar, þegar hann risli í hana með spjóti sínu: »var þar
á holdit ok kveisunaglinn, en blóðfossinn fellr ok vágföllin«,
Njála kap. 145). í Sturlungu I. 191 segir svo: »Sá hinn sami
diákn hafði sull í höfði sér, ok eilt sinn er hann slód undir
hendi Gudmundar prests í messo, ok lá olnbogi hans á sull-
inum, ok vard honum sárt vid miök, en er lokid var mess-
unni kéndi hann hvergi sullsins«.
Þella hefur ekki verið sullur eftir nútímamerkingu, heldur
lilukirtilsbelgur, sem grafið hefur í (atheroma suppurans).
Líkur eru til, að það, sem segir í Sturlungu II. 1. 210:
»en biskup liafdi á sér sull, og vard lionum sárit vidkvæmt,
er þeir tóku á honum«, eigi við kýli.
Hins vegar er einnig stundum talað um sulli með vatni í1).
Nú á dögum merkir sullur, sem kunnugt er, eingöngu blöðru-
orm, og vjer tölum uin valnssulli og graftarsulli, eftir því livort
ormurinn er lifandi eða gralið hefur í honum. þó eru leifar af
gömlu merkingunni enn til í orðinu ílögusullur.
Það má því engan veginn telja hvern þann stað í forn-
ritunum, sem nefnir sull, sönnun þess, að þar sje um eiginlega
sullaveiki að ræða.
Hins vegar er á nokkrum stöðum i fornritunum getið um
eða lýst sjúkdómum, sem meiri eða minni líkur eru til að eigi
við sullaveiki, enda þólt þelta orð sje ekki alstaðar nefnt. Jeg
skal laka hjer upp þær lýsingar, sem jeg hef gelað fundið, svo
að menn geli sjálíir dæmt um, hve miklar líkur sjeu til þess,
að þar sje átt við sullaveiki.
Langelsli staðurinn eftir tímaröð er i Vápnfirðingasögu.
Þar segir af vanheilsu Höllu konu Brodd-Helga. Hún segir eill
sinn við mann sinn: »Samfarir okkar hafa lengi góðar verit;
enn ek kenni mjök vanheilsu, ok mun þér verða skömin for-
vista at mér fyrir búi þínu«. Helgi svarar: »Ek þykist vel
kvóngaður vera, ok ætla ek at una við þat, meðan okkur
vinst lif« (kap. 8.). En þrátt fyrir þessi orð faslnaði Helgi sjer
skömmu síðar aðra konu, og fór Halla þá af heimilinu lil
bróður síns Geilis í Krossavík. Ekki vildi Helgi greiða af
1) Fritzner þýðir kverkasullur mcð Hævelse i Halscn, en rjett-
ara væri: Byld.
Finnur Jónsson þýðir á cinum stað í »Lægekunsten i den nor-
diskc 01dtid« sullur með Svulst, en i nútiðarmáli dönsku mun Svulst
eingöngu þýða æxli (ncoplasma).