Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 39

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Page 39
35 værdifulde Undersögelser over Indvoldsormernes Oprindelse allerede kastet klart Lys over det ægyptiske Mörke Hydatide- sygdommens Pathologie hidtil har været indhyllet i......«, og hann telur reynslu manna á Islandi styðja mál hans, þar sem fjármenn öðrum fremur veikist, og Iofar öllu fögru að leggja fram alla sína krafta til þess að vinna að þvi, að heilsusam- legar aíleiðingar af kenningunni fái að njóta sín á íslandi. Úr efndunum varð minna en skyldi. Að vísu segir hann enn árið eftir, að allir íslenskir læknar muni, að sinni vitund, telja skoðun Eschrichts senni- legasta af öllum, en eftir það dimmir aftur, og það svo mjög, að 1859 skrifar hann, að orsakir sjúkdómsins »endnu er ind- hyllede i et sandt Mörkea1). Það gegnir furðu, hve mjög Jóni Hjaltalín voru mislagðar hendur, svo mætur maður sem hann reyndisl íslandi í mörg- um heilbrigðismálum og læknaskipunarmálinu, með nálega öll afskifti af sullaveikinni. í því máli komu allir gallar hans fram. Hann var að vísu margfróður og áliugasamur, rjett að kalla fram á síðustu stund, i því að fylgjast með í læknis- fræðinni og útvega sjer nýjar bækur; hann var íljótur til að aðhyllast nýjar kenningar, en hann risti ekki djúpt að sama skapi, og um fastheldnina var ýmist of eða van, að minsta kosti að því er sullaveikina snerlir, og í því efni jafnaðarlegast í öfuga átt frá því, sem rjett var. Hann brast vísindalega ná- kvæmni, og í skýrslum hans er tilfinnanlegur skortur á sam- ræmi, og minnisleysi á því, sem hann hafði sjálfur skrifað og skýrt frá. Það verður því að gæla allrar varúðar, ef nota skal orð hans og ummæli, jafnvel um það, sem honum virðist í lófa lagið að bera saman og sannprófa. Sveiflurnar á skoðun hans á eðii sullaveikinnar stafa bæði af þessum göllum hans, og af því að hann skildi aldrei sjálfa kenninguna, að því er sjeð verður, eða þá að minsla kosti um seinan. Þannig segir hann í ársskýrslu sinni fyrir 18662) til heilbrigðisráðsins, að sullaveiki sje hvergi hjer á landi eins algeng og í Skaftafellssýslum, og undarlegt sje, að þetta fari saman og sá siður Skaftfellinga að jeta hrátt hangikjöt. Að honum sje alvara með að álíta, að þessi siður þeirra geti 1) Brjefabók. Landsskjalasafn. 2) S. st. 5*

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.