Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 29
25
klæddar gagnsæju lagi, og eru sraá augu á pví, sem
liin smáu feitikorn úr fóðrinu geta gengið í gegn um
inn að sellunum. Allt þetta geta menn séð ef þeir
skoða garnarspotta í sjónauka, og hinar prjár aðalhimn-
ur og bygging þeirra að nokkru leyti, er hægt að sjá
með berum augum.
J>egar holdgjafaefnin og kolahýdrötin eru orðin upp
leyst í innýflunum og feitin líka annaðhvort upplejrst,
eða svo aðskilin, að hún myndar örsmá korn, pá síga
næringarefnin í gegn um hina punnu hirnnu, sem
klæðir slímhimnuna að innan og ganga svo inn í
þarmörðurnar. |>ar eru veggir háræða og sogæða svo
afarþunnir að næringarvökvarnir síga í gegn um þá og
inn í þær. Vöðvaþræðirnir. sem fyr er nefnt að lægju
i þarmörðurnar, draga sig ýmist sundur eða saman.
J>egar þeir dragast saman, dragast örðurnar einnig sam-
an; við það rennur blóðið örara frá þeim út í blóðæðar
slímhimnunnar; og sogæðavökvinn (chylus) þrýstist úr
sogæðagreinunum og út í sogæðanet slímhimnunnar,
sem flytur hann út í blóðið. Við þennan samandrátt í
örðunum minnkar blóðið í þeim, og sogæðagreinaruar
og liin litla blaðra, sem er á enda þeirra, tæmist. J>eg-
ar nú vöðvaþræðirnir dragast aftur sundur, linast þarm-
örðurnar og tómt rúm verður í æðum þeirra; því að
ekki getur blóðæðablóðið né sogæðavökvinn runnið aftur
til baka, sökum þess, að lokur eru innan 1 æðaveggjun-
um, sem koma í veg fyrir það. Við samdrátt þarmarð-
anna örfast einnig blóðrásin; en eítir því sem blóðið
rennur harðara, eftir því verða fleiri snertistaðir vökv-
anna, sem eykur blöndun þeirra, eða samrennsli. En
sökum þess, að himnurnar eru svo þunnar og móttæki-
legar fyrir það, að næringarvökvarnir gangi 1 gegn utn
þær, þá leita næringarvökvarnir jafnótt inn í örðurnar,
til að fylla upp hið auða rúm þeirra, og komast næring-