Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 116
112
hafa hart júfur og litla spena; pví að við pað verður
júfrið mýkra og auðveldara að mjólka pað. A hinum
ákveðnu mjaltatímum verður pó ætíð að mjólka vel úr
júfrinu, pað sem kálfurinn kann að liafa skilið eftir.
Ef kálfarnir eru látnir sjúga, pá er bezt að hafa pá
ekki hjá móðurinni, nerna að eins á meðan peir sjúga;
pví að annars er hætt við pví að kýrin sakni peirra,
pegar peir eru teknir til fulls og alls á burtu frá henni,
og er pá að búast við að kýr selji illa, og geldist pví
fyr en ella.
Kálfarnir verða að minnsta kosti fyrstu vikuna eft-
ir burðinn að liafa mjólkina úr móðurinni; pví að brodd-
mjólkin er peim ómissandi sökum pess að hún verkar
hreinsandi, og hreinsar pví parmbikið úr görnunum.
Enn freniur eru holdgjafaefnin auðmeltari í broddmjólk-
inni en broddlausri mjólk; hún liefir einnig meira af
steinefnum en minna af mjólkursykri og 'feiti.
Ætíð skyldi vega kálfana pegar peir eru nýbornir
og svo stöðugt öðru hverju, pví að pungi peirra er
bezti leiðarvísir við pað, hve mikið skal gefa peim. Al-
mennt er talið, að kálfar purfi nálægt ’/« parti móts
við sinn eiginpunga, eða um 8 potta af nýmjólk yfir
daginn fyrir hver 100 pund eiginpyngdar. |>ó er petta
fullmikil gjöf fyrstu dagana eftir burðinn. Ef kálfur-
inn vegur t. a. m. 50 pund nýborinn, pá er hæfilegt
að gefa honum um 4 potta af nýmjólk fyrstu 2—4
dagana. Bezt er að geta gefið kálíunum nýmjólk sem
lengst; pó er ekki bein pörf að gefa peim hana lengur
en fyrstu tvær vikurnar eftir burðinn. Ef kálfinum er
gefinn 1 /e partur af nýmjólk móts við eiginpyngd, pá
er að búast við að hann pyngist um l‘/4—11 /v pund
daglega, og jafnvel par yfir fyrstu dagana. pyngist
hann minna en um ll/4 punds á dag, er hætt við, að
eitthvert ólag sé á, og verður pá að leita eftir pví, svo