Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 89
85
2000 pottar af nijólk 0,10 kr................. 200 kr.
ábyrgð ogviðhald kýrinnar 1 hopartur af verði hennarl2 —
ársvextir af 120 kr. virði 5°/0............... 6 —
Skaðinn til samans 218 kr.
En hefði petta verið í peim kauptúnum, sem hver
mjólkurpottur er 20 aura, pá yrði skaðinn 418 kr. yfir
árið. I»ó er ekki tekið tillit til hirðingíir, sumarhaga né
opinberra útgjalda af kúnni (sbr. bls. 3—4). paðgetur
verið, að kýr Bjarna liafi eigi eins vel melt gjöfina
sem hinar, en sá munur er næsta lítill, sökum pess að
mjólkin flytzt frá líkamanum. Blóðið hefir pví mikið
meiri pörf fyrir næringuna en ella, svo að parfir pess
standa í mikið betra samræmi við fóðrið, heldur en
pegar fóðrið á að framleiða fitu. Að sönnu er hægt að
segja, að prjár kýr mjólki vanalega meira fyrst eftir
burðinn en tvær kýr, pótt pær hafi priðjungi miuni
gjöf liver, en pað er að eins meðan pær eru að mjólka
af sér holdin, en pegar pau eru mikið eydd, mjólka pær
peim mun minna. |>ær eru pví í mikið lægri nyt, er
pær ganga út að vorinu, og mjólka pví tiltölulega minna
yfir sumarið. |>egar pví árið er liðið, er óhætt að segja
að algengast sé, að pær mjólki priðjungi minna ; og
stundum getur munurinn verið enn meiri. Enn fremur
er pað, að ef kýr geldast á peim tíma, sem peim er ó-
eiginlegt að standa geldum, eða á næsta missiri eftir
burðinn, pá ná pær sér eigi til fulls að mjólkurhæð,
pótt pær hafi nægilegt fóður, fyr en eftir 2 - 4 ár eða
jafnvel aldrei. pað er um mjólkurfærin sem önnur líf-
færi, að pau purfa mikla æfingu til pess að ná full-
komnun sinni. En missist pessi æfing og líffærið fellur
í hvíld, pá leiðist lífsstraumurinn eða meginstraumur
næringarvökvanna frá pví, og að peim líífærum. sem
hafa eitthvað fyrir stafni. Stefna lífl'æranna getur pví
eigi brej-zt pegar í stað, heldur smátt og smátt.