Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 80
76
kolsýru. En þessi aðferð er óviðfeldin; enda parf mikid
lag og þekkingu á fóðruninni, ef hagnaður á að verða
að því, að víkja þannig frá eðli skepnanna.
J>ess verður vel að gæta, að þær skepnur, sem fit-
aðar eru. hafi vel gott loft, og að hirðing og fóðrun sé
hin reglulegesta: því að með mjög miklu íitufóðri er
gengið frá eðli skepnunnar. Er pví hætt við kvillum,
einkum að meltingarfærin veiklist. En ef svo fer, að
skepnan missi lystina, þá er áhorfsmál, hvort pað svar-
ar kostnaði, að eyða í liana viðhaldsfóðri, meðan hún
er aftur að ná sér. Getur pví oft verið réttast, að
slátra skepnunni pegar, ef henni verður einhver
hnekkir.
Ekki er hægt að segja, live vel pað svarar kostn-
aði, að fita skepnur til slátrunar. |>að fer eftir gaug-
verði á gripafóðri og kjöti, og hvort fremur vantar
markað fyrir kjöt eða fóður. Tæplega mun pó vera
hægt að búast við, að pað purfi minna en 8—10 pund.
af’ fóðri, til pess að skrokkurinn þyngist um eitt pund.
Oft getur pví verið, að eitt pund af kjöti kosti ekkl
meira, heldur jafnvel minna, en pað fóður, sem purfti
til að framleiða pað. Hagurinn er pá einkum fólginn
í því, að allt kjötið batnar. ef skepnan er alin; svo að
hvert pund verður í hærra verði.
J>að er næsta vafasamt, hvort pað svari kostnaði,.
að ala til holda aðrar fullvaxnar skepnur en pær, sem.
eiga pegar að slátrast og eldið hættir. Eins og sagt er,.
getur oft verið, að fóðrið, sem gengur til að framleiða
kjöt og feiti, kosti eins mikið og kjötið eða feitin sjálf.
J>að er og aðgætandi, að ef skepnurnar hafa svo kost-
gott fóður að vetrinum. að pað sé hæfilegt fitunarfóð-.
ur, pá purfa afréttarlöndin eða sumarhagarnir að vera
mjög góðir, ef peir eiga að svara til vetrarfóðursins. En
ef peir svara eigi til pess, pá er að búast við, að skepn-