Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 66
62
an er þá orðin próttlaus; því að allir vöðvar eru mikið
til eyddir, nema hjartað og Jieir vöðvar, sem gagna við
andardráttinn, eða draga brjóstholið sundur og saman.
J>essir vöðvar halda sér lengst, sökum þess, að þeir eru
á sífeldri hreyfingu. Blóðið streymir því örara til peirra
en vöðvanna sem fallnir eru í hvíld, og þess vegna fá
þeir meiri næringu. En þegar blóðið er orðið svo snautt
af næringarefnum, að það getur ekki lengur viðhaldið
þessum vöðvum, þá verða, ef svo mætti að orði kveða,
hin þýðingarmestu hjól í vélinni að stanza; því að þá
er ekki lengur svo mikið til að brenna, að vélin geti
haldið áfram; hún stanzar því, eða lífið hættir. Og
þannig atvikast liinn skaðlegi, hryllilegi og kvalafulli
liordauði. Sjaldan gengur samt vanhaldsfóðrunin svo
langt, að hordauði verði; en allt fyrir það er sú fóðr-
' unaraðferð mjög ógeðfeld; því að skepnunni líður stöð-
ugt illa, af því að þörfum hennar er eigi fullnægt.
Sömuleiðis er það óviðfeldið, að skepnan léttist eða eyði
af sínum eigin líkama yfir veturinn. Næsta sumar
gengur því að nokkru til að fylla upp það skarð, sem
höggvið hefir verið að vetrinum, í stað þess að ganga
eingöngu til þess að auka höfuðstólinn. Skepnan getur
því aldrei náð sínum ákvarðaða þroska, eða að minnsta
kosti ganga fieiri ár til þess. Sá höfuðstóll, sem liggur
í skepnunum, þarf því fleiri ár til þess að bera einhverja
ákveðna vexti en ella. En hve mikinn peningalegan
skaða leiði af vanhaldsfóðrinu er enginn íslendingur fær
að svara til lilítar. Hér verður því margt að athuga,
sem einungis margra ára nákvæm reynsla er fær að
leysa úr. — Ef eitt pund eyðist af skrokknum, er verð
þess vanalega meira en þess fóðurs, sem liefði þurft að
gefa, til þess að halda þessu eina pundi við, eða koma
í veg fyrir eyðslu þess. Enn er það, að ef aftur á að
veita skepnunni þetta eina pund, sem farið er að for-